Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 10. september 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Brentford að fá efnilegan varnarmann frá Millwall
Brentford er að fá varnarmanninn Joshua Stephenson frá Millwall.

Þessi átján ára miðvörður mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir fimm ára samning í vikunni.

Stephenson færir sig því um set innan London en hann hefur getið sér gott orð hjá Millwall.

Hann var fyrirliði unglingaliðs Milwall sem komst í undanúrslit í bikarkeppni U19 liða.
Athugasemdir
banner