Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   sun 07. október 2018 16:20
Elvar Geir Magnússon
Staðan á okkar mönnum - Erfiðir leikir framundan
Icelandair
Birkir Már varð Íslandsmeistari með Val.
Birkir Már varð Íslandsmeistari með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári er að gera góða hluti í Tyrklandi.
Kári er að gera góða hluti í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi gefur verið magnaður í enska boltanum.
Gylfi gefur verið magnaður í enska boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Albert Guðmundsson hefur verið að gera flotta hluti í hollensku deildinni.
Albert Guðmundsson hefur verið að gera flotta hluti í hollensku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Aron Einar Gunnarsson og Jón Daði Böðvarsson eru ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands vegna meiðsla.

Ísland mætir Frakklandi í vináttulandsleik næsta fimmtudag og svo Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni mánudaginn 15. október.

Hvernig er staðan á þeim leikmönnum sem eru í hópnum? Hér má sjá samantekt á því.

Hannes Þór Halldórsson (Qarabag)
Er búinn að jafna sig af meiðslum. Spilaði sinn fyrsta deildarleik í Aserbaídsjan í síðasta mánuði en hefur verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum, þar á meðal Evrópuleiknum gegn Arsenal.

Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Aðalmarkvörður Dijon sem hefur hríðfallið niður töfluna í Frakklandi að undanförnu eftir góða byrjun. Er í 15. sæti af 20 liðum.

Ögmundur Kristinsson (Larissa)
Aðalmarkvörður Larissa sem er í 10. sæti af 16 í grísku úrvalsdeildinni.

Birkir Már Sævarsson (Valur)
Var valinn í lið ársins í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net eftir að hafa lyft Íslandsmeistarabikarnum.

Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)

Eiga fast sæti í þriggja manna hafsentalínu Rostov en liðið situr í þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar. Öflugur varnarleikur er aðalsmerki Rostov sem er með markatöluna 10-4 eftir tíu umferðir.

Kári Árnason (Gençlerbirliği)
Byrjunarliðsmaður hjá toppliði tyrknesku B-deildarinnar. Liðið hefur unnið átta fyrstu leiki sína og aðeins fengið á sig tvö mörk! Markatalan 16-2.

Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Inn og út úr byrjunarliði Lokeren. Hefur spilað í 5 af 10 leikjum en liðið er í 14. sæti af 16 liðum belgísku úrvalsdeildarinnar.

Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Hefur spilað 7 af 9 deildarleikjum CSKA en verið að glíma við meiðsli sem hann er að stíga upp úr. Er meðal varamanna í nágrannaslag gegn Lokomotiv í dag.

Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Vermir bekkinn hjá Krasnodar. Hefur spilað einn leik fyrir liðið í rússnesku úrvalsdeildinni en liðið er í öðru sæti.

Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Lykilmaður hjá toppliði búlgörsku úrvalsdeildarinnar og er með eitt mark í níu leikjum. Varnarleikurinn er einn helsti styrkleiki liðsins.

Gyfi Þór Sigurðsson (Everton)
Sjóðandi heitur í ensku úrvalsdeildinni. Hefur leikið mjög vel í „holunni" og skoraði geggjað mark í gær. Tilnefndur sem leikmaður septembermánaðar í deildinni.

Emil Hallfreðsson (Frosinone)
Byrjunarliðsmaður á miðju nýliða Frosinone í ítölsku A-deildinni. Liðið er aðeins með eitt stig og situr í fallsæti.

Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Hefur byrjað síðustu leiki Villa. Liðið hefur ollið vonbrigðum í upphafi móts og Steve Bruce var rekinn úr stjórastólnum á dögunum. Villa er í 15. sæti Championship.

Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Algjör lykilmaður hjá Burnley sem er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Er með eitt mark í sjö leikjum.

Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Í stóru hlutverki hjá Malmö sem er í 4. sæti í Svíþjóð og í Evrópudeildinni. Kominn með fjögur mörk í átján leikjum í deildinni.

Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Spilað sjö af níu leikjum Sandhausen sem er í umspilsfallsæti í þýsku B-deildinni. Var ekki í hóp um helgina.

Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich)
Lykilmaður á miðju Zurich sem er í öðru sæti svissnesku deildarinnar, en þó ellefu stigum frá Young Boys sem er á toppnum eftir tíu umferðir.

Rúnar Már Sigurjónsson (Grashopper)
Byrjunarliðsmaður hjá Grasshopper sem er í umspilsfallsæti í Sviss eftir tíu umferðir.

Jón Dagur Þorsteinsson (Vendsyssel)
Nýliði hópsins hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Vendsyssel sem er í 12. sæti af 14 liðum dönsku úrvalsdeildarinnar. Jón Dagur er hjá liðinu á láni frá Fulham.

Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Skoraði í ótrúlegum 4-3 tapleik gegn Dortmund um helgina. Hefur mætt af miklum krafti eftir meiðsli og er með fjögur mörk í tveimur leikjum í þýsku Bundesligunni! Augsburg situr í tíunda sæti.

Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Var valinn í opinbert úrvalslið septembermánaðar í hollensku úrvalsdeildinni. AZ er í fimmta sæti en liðið er að tapa stórt fyrir Ajax þegar þessi frétt er birt. Albert var með eitt mark og tvær stoðsendingar í sex leikjum fyrir þann leik.

Viðar Örn Kjartansson (Rostov)
Hefur spilað þrjá deildarleiki með sínum nýju vinnuveitendum í Rostov. Hefur ekki tekist að komast á blað í deildinni en er með tvö í bikarnum. Liðið er í þriðja sæti í Rússlandi.

Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Er djúpt í frystikistunni hjá Nantes og hefur ekki spilað alvöru leik með félagsliði frá því fyrir EM 2016. Kom inn sem varamaður í síðasta landsleik Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner