sun 10. október 2021 17:28
Brynjar Ingi Erluson
Haaland gagnrýndur fyrir treyjuvalið
Mynd: EPA
Treyjuval norska framherjans Erling Braut Haaland er til umræðu í Noregi í dag en hann klæddist þar treyju argentínska félagsins Boca Juniors og þurfti Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, að svara fyrir það.

Haaland er ekki með norska landsliðinu í verkefni þeirra í undankeppni HM en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Framherjinn knái var í treyju Boca Juniors í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum og hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir.

Qatar Airways er stærsti styrktaraðili Boca Juniors en norska knattspyrnusambandið hefur haft hátt í baráttu sinni gegn mannréttindabrotum í Katar. Talið er að hátt í 6500 manns hafi dáið við byggingu á nýjum knattspyrnuvöllum fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári.

„Erling er ekki fulltrúi okkar þegar hann er ekki hér en ef ég fengi að ráða þá væri hann í annarri treyju. Hann væri tildæmis í norsku landsliðstreyjunni," sagði Solbakken.


Athugasemdir
banner
banner
banner