Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   þri 10. október 2023 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir: Ekki auðvelt að sitja og horfa á leikinn
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Það eru tveir hörkuleikir framundan og við erum bjartsýnir," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason í samtali við Fótbolta.net.

Hann er hluti af íslenska landsliðinu sem á framundan leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni EM. Næsti leikur er gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Sverrir missti af síðasta verkefni vegna meiðsla en þar tapaði Ísland gegn Lúxemborg, 3-1. Það var mjög slæmt tap sem strákarnir ætlar núna að hefna fyrir.

Sverrir segir að það hafi verið mjög leiðinlegt að missa af síðasta verkefni.

„Það var leiðinlegt, vægast sagt. Þetta fylgir þessu, það koma stundum smá bakslög í þessu. En ég er á fínu róli núna og er tilbúinn að hjálpa liðinu. Það er mikilvægast. Staðan er nokkuð góð, ég er búinn að vera með liðinu í síðustu tveimur leikjum og er að vinna mig upp í leikformi eins vel og hægt er. Ég er bara í fínu standi."

„Það var ekki auðvelt að sitja og horfa á leikinn. Ég veit hvað býr í þessum strákum og við sýndum það síðasta sumar með góðri frammistöðu að það býr meira í okkur en liðið sýndi í þeim leik. Strákarnir sýndi þremur dögum seinna mikinn karakter og ég var mjög stoltur af liðinu. Það var stór sigur fyrir hópinn og við viljum reyna að byggja ofan á það, finna stöðugleika og bæta frammistöðuna. Við teljum okkur geta sótt góð úrslit í þessum leikjum og við verðum að byrja á föstudaginn."

„Núna erum við á heimavelli með okkar fólk á bak við okkur. Við förum inn með fullt sjálfstraust í leikinn og reynum klárlega að vinna þann leik," sagði Sverrir.

Það hafa nokkrir reynslumiklir leikmenn komið inn í hópinn frá því síðast, auk Sverris. Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur og Aron Einar Gunnarsson líka.

„Það er frábært að Gylfi sé kominn aftur á skrið, hann hefur verið að spila með Lyngby og er að koma sér aftur af stað. Það er frábært og við vonum að hann geti hjálpað þessu liði eins mikið og hægt er. Við vitum öll hvað hann getur þegar hann er upp á sitt besta," sagði Sverrir en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner