
Úkraína heimsækir Ísland á Laugardalsvöll í Undankeppni HM í kvöld. Byrjunarlið Úkraínu er klárt.
Það er talsvert um forföll í byrjunarliði Úkraínu en Ivan Kalyuzhnyi, leikmaður Oleksandriya, er á miðjunni. Kalyuzhunyi lék sjö leiki með Keflavík sumarið 2022.
Það er talsvert um forföll í byrjunarliði Úkraínu en Ivan Kalyuzhnyi, leikmaður Oleksandriya, er á miðjunni. Kalyuzhunyi lék sjö leiki með Keflavík sumarið 2022.
Þrátt fyrir forföll eru leikmenn á borð við Ilya Zabarnyi, leikmaður PSG, og Vitalii Mykolenko, leikmaður Everton, í byrjunarliðinu. Artem Dovbyk, framherji Roma, er á bekknum.
Viktor Tsygankov, Roman Yaremchuk, Oleksandr Zubkov, Oleksandr Zinchenko, Yegor Yarmolyuk, Oleksandr Tymchyk og Mykhailo Mudryk eru allir fjarverandi. Tsygankov og Mudryk skoruðu mörkin gegn Íslandi í fyrra.
Byrjunarlið Úkraínu: Trubin, Konoplya, Zabarnyi, Matviyenko, Mykolenko, Kaliuzhnyi, Gutsulyak, Shaparenko, Malinovsky, Sudakov, Vanat.
Athugasemdir