Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 10. desember 2021 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anton Ari: Engin óskastaða ef maður er búinn að trúðast eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson varði mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið varð Bose-bikarmeistari eftir úrslitaleik gegn Víkingi. Blikar unnu 5-1 sigur.

Fótbolti.net ræddi við Anton eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

Anton kom í Breiðablik eftir tímabilið 2019. Hvernig líður þér í Breiðablik og hvernig finnst þér leikstíll liðsins?

„Mér líður mjög vel. Þetta er öðruvísi en maður er vanur en mér finnst þetta bara gaman. Maður er meira með í því sem er að gerast og stað þess að taka ekki þátt í leiknum í nokkrar mínútur þá er það meira „constant". Það er vissulega meiri pressa að gera ekki mistök en það er hluti af þessu," sagði Anton.

Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni þar sem mörg mörkin sem hann hefur fengið á sig líta klaufalega út þar sem verið er að taka ákveðna sénsa. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni?

„Ég sjálfur tek ekki eftir neinni gagnrýni nema einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur pikkar í mig því ég fylgist svo lítið með. Þannig gagnrýnin hefur lítil áhrif. Auðvitað er það engin óskastaða ef maður er kannski búinn að trúðast eitthvað, mætir svo í vinnuna og einhver þar er að tala um eitthvað sem hann sá í sjónvarpinu. Maður reynir að spá ekki mikið í því."

Anton segist vera orðinn betri í því að spila þann bolta sem liðið spilar frá því hann kom.

Fannst þér þú eiga betra tímabil 2021 en árið 2020? „Já, ég held það."

Það var eitt atvik í leiknum þar sem Víkingur komst í algjört dauðafæri eftir slæma sendingu frá Antoni. Hvernig líður þér á slíku augnabliki?

„Það er kannski eftir augnablikið sem maður fer að spá í því meira hvað gerðist. Í augnablikinu sjálfu er maður að reyna „recovera" og bjarga því sem bjarga verður. Eftir atvikið reynir maður að spá í því hvað hefði betur mátt fara og læra af því. Það er alltaf léttir þegar maður er að spila boltanum frá sér inn í eigin teig að það endi ekki með marki," sagði Anton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner