Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 10. desember 2021 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anton Ari: Engin óskastaða ef maður er búinn að trúðast eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson varði mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið varð Bose-bikarmeistari eftir úrslitaleik gegn Víkingi. Blikar unnu 5-1 sigur.

Fótbolti.net ræddi við Anton eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

Anton kom í Breiðablik eftir tímabilið 2019. Hvernig líður þér í Breiðablik og hvernig finnst þér leikstíll liðsins?

„Mér líður mjög vel. Þetta er öðruvísi en maður er vanur en mér finnst þetta bara gaman. Maður er meira með í því sem er að gerast og stað þess að taka ekki þátt í leiknum í nokkrar mínútur þá er það meira „constant". Það er vissulega meiri pressa að gera ekki mistök en það er hluti af þessu," sagði Anton.

Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni þar sem mörg mörkin sem hann hefur fengið á sig líta klaufalega út þar sem verið er að taka ákveðna sénsa. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni?

„Ég sjálfur tek ekki eftir neinni gagnrýni nema einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur pikkar í mig því ég fylgist svo lítið með. Þannig gagnrýnin hefur lítil áhrif. Auðvitað er það engin óskastaða ef maður er kannski búinn að trúðast eitthvað, mætir svo í vinnuna og einhver þar er að tala um eitthvað sem hann sá í sjónvarpinu. Maður reynir að spá ekki mikið í því."

Anton segist vera orðinn betri í því að spila þann bolta sem liðið spilar frá því hann kom.

Fannst þér þú eiga betra tímabil 2021 en árið 2020? „Já, ég held það."

Það var eitt atvik í leiknum þar sem Víkingur komst í algjört dauðafæri eftir slæma sendingu frá Antoni. Hvernig líður þér á slíku augnabliki?

„Það er kannski eftir augnablikið sem maður fer að spá í því meira hvað gerðist. Í augnablikinu sjálfu er maður að reyna „recovera" og bjarga því sem bjarga verður. Eftir atvikið reynir maður að spá í því hvað hefði betur mátt fara og læra af því. Það er alltaf léttir þegar maður er að spila boltanum frá sér inn í eigin teig að það endi ekki með marki," sagði Anton.
Athugasemdir