Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 10. desember 2021 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anton Ari: Engin óskastaða ef maður er búinn að trúðast eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson varði mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið varð Bose-bikarmeistari eftir úrslitaleik gegn Víkingi. Blikar unnu 5-1 sigur.

Fótbolti.net ræddi við Anton eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

Anton kom í Breiðablik eftir tímabilið 2019. Hvernig líður þér í Breiðablik og hvernig finnst þér leikstíll liðsins?

„Mér líður mjög vel. Þetta er öðruvísi en maður er vanur en mér finnst þetta bara gaman. Maður er meira með í því sem er að gerast og stað þess að taka ekki þátt í leiknum í nokkrar mínútur þá er það meira „constant". Það er vissulega meiri pressa að gera ekki mistök en það er hluti af þessu," sagði Anton.

Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni þar sem mörg mörkin sem hann hefur fengið á sig líta klaufalega út þar sem verið er að taka ákveðna sénsa. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni?

„Ég sjálfur tek ekki eftir neinni gagnrýni nema einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur pikkar í mig því ég fylgist svo lítið með. Þannig gagnrýnin hefur lítil áhrif. Auðvitað er það engin óskastaða ef maður er kannski búinn að trúðast eitthvað, mætir svo í vinnuna og einhver þar er að tala um eitthvað sem hann sá í sjónvarpinu. Maður reynir að spá ekki mikið í því."

Anton segist vera orðinn betri í því að spila þann bolta sem liðið spilar frá því hann kom.

Fannst þér þú eiga betra tímabil 2021 en árið 2020? „Já, ég held það."

Það var eitt atvik í leiknum þar sem Víkingur komst í algjört dauðafæri eftir slæma sendingu frá Antoni. Hvernig líður þér á slíku augnabliki?

„Það er kannski eftir augnablikið sem maður fer að spá í því meira hvað gerðist. Í augnablikinu sjálfu er maður að reyna „recovera" og bjarga því sem bjarga verður. Eftir atvikið reynir maður að spá í því hvað hefði betur mátt fara og læra af því. Það er alltaf léttir þegar maður er að spila boltanum frá sér inn í eigin teig að það endi ekki með marki," sagði Anton.
Athugasemdir
banner
banner
banner