Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fös 10. desember 2021 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anton Ari: Engin óskastaða ef maður er búinn að trúðast eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson varði mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið varð Bose-bikarmeistari eftir úrslitaleik gegn Víkingi. Blikar unnu 5-1 sigur.

Fótbolti.net ræddi við Anton eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

Anton kom í Breiðablik eftir tímabilið 2019. Hvernig líður þér í Breiðablik og hvernig finnst þér leikstíll liðsins?

„Mér líður mjög vel. Þetta er öðruvísi en maður er vanur en mér finnst þetta bara gaman. Maður er meira með í því sem er að gerast og stað þess að taka ekki þátt í leiknum í nokkrar mínútur þá er það meira „constant". Það er vissulega meiri pressa að gera ekki mistök en það er hluti af þessu," sagði Anton.

Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni þar sem mörg mörkin sem hann hefur fengið á sig líta klaufalega út þar sem verið er að taka ákveðna sénsa. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni?

„Ég sjálfur tek ekki eftir neinni gagnrýni nema einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur pikkar í mig því ég fylgist svo lítið með. Þannig gagnrýnin hefur lítil áhrif. Auðvitað er það engin óskastaða ef maður er kannski búinn að trúðast eitthvað, mætir svo í vinnuna og einhver þar er að tala um eitthvað sem hann sá í sjónvarpinu. Maður reynir að spá ekki mikið í því."

Anton segist vera orðinn betri í því að spila þann bolta sem liðið spilar frá því hann kom.

Fannst þér þú eiga betra tímabil 2021 en árið 2020? „Já, ég held það."

Það var eitt atvik í leiknum þar sem Víkingur komst í algjört dauðafæri eftir slæma sendingu frá Antoni. Hvernig líður þér á slíku augnabliki?

„Það er kannski eftir augnablikið sem maður fer að spá í því meira hvað gerðist. Í augnablikinu sjálfu er maður að reyna „recovera" og bjarga því sem bjarga verður. Eftir atvikið reynir maður að spá í því hvað hefði betur mátt fara og læra af því. Það er alltaf léttir þegar maður er að spila boltanum frá sér inn í eigin teig að það endi ekki með marki," sagði Anton.
Athugasemdir
banner
banner