Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fös 10. desember 2021 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anton Ari: Engin óskastaða ef maður er búinn að trúðast eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson varði mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið varð Bose-bikarmeistari eftir úrslitaleik gegn Víkingi. Blikar unnu 5-1 sigur.

Fótbolti.net ræddi við Anton eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

Anton kom í Breiðablik eftir tímabilið 2019. Hvernig líður þér í Breiðablik og hvernig finnst þér leikstíll liðsins?

„Mér líður mjög vel. Þetta er öðruvísi en maður er vanur en mér finnst þetta bara gaman. Maður er meira með í því sem er að gerast og stað þess að taka ekki þátt í leiknum í nokkrar mínútur þá er það meira „constant". Það er vissulega meiri pressa að gera ekki mistök en það er hluti af þessu," sagði Anton.

Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni þar sem mörg mörkin sem hann hefur fengið á sig líta klaufalega út þar sem verið er að taka ákveðna sénsa. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni?

„Ég sjálfur tek ekki eftir neinni gagnrýni nema einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur pikkar í mig því ég fylgist svo lítið með. Þannig gagnrýnin hefur lítil áhrif. Auðvitað er það engin óskastaða ef maður er kannski búinn að trúðast eitthvað, mætir svo í vinnuna og einhver þar er að tala um eitthvað sem hann sá í sjónvarpinu. Maður reynir að spá ekki mikið í því."

Anton segist vera orðinn betri í því að spila þann bolta sem liðið spilar frá því hann kom.

Fannst þér þú eiga betra tímabil 2021 en árið 2020? „Já, ég held það."

Það var eitt atvik í leiknum þar sem Víkingur komst í algjört dauðafæri eftir slæma sendingu frá Antoni. Hvernig líður þér á slíku augnabliki?

„Það er kannski eftir augnablikið sem maður fer að spá í því meira hvað gerðist. Í augnablikinu sjálfu er maður að reyna „recovera" og bjarga því sem bjarga verður. Eftir atvikið reynir maður að spá í því hvað hefði betur mátt fara og læra af því. Það er alltaf léttir þegar maður er að spila boltanum frá sér inn í eigin teig að það endi ekki með marki," sagði Anton.
Athugasemdir
banner