Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Englands og Frakklands: Ekkert sem kemur á óvart
HM-veislan er ekki búin í dag. Framundan er stórleikur á milli Englands og Frakklands í átta-liða úrslitunum.

Það er rúmur klukkutími í upphafsflaut og búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þessa gríðarlega áhugaverðu viðureign.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, heldur sig við það sem hefur virkað og breytir ekki í fimm manna vörn. Liðið er nákvæmlega það sama og búist var við - sama lið og gegn Senegal í síðustu umferð.

Lið Frakklands er líka nákvæmlega eins og búist var við. Ekkert óvænt í þessu.

Kylian Mbappe er klár í slaginn eftir að hafa verið aðeins tæpur í vikunni. Ná Englendingar að stöðva hann?

Byrjunarlið Englands: Pickford, Walker, Stones, Maguire, Shaw, Rice, Henderson, Bellingham, Saka, Foden, Kane (c).

Byrjunarlið Frakklands: Lloris (c), Kounde, Upamecano, Varane, Hernandez, Tchouameni, Rabiot, Dembele, Griezmann, Mbappe, Giroud.
Athugasemdir
banner
banner