
HM-veislan er ekki búin í dag. Framundan er stórleikur á milli Englands og Frakklands í átta-liða úrslitunum.
Það er rúmur klukkutími í upphafsflaut og búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þessa gríðarlega áhugaverðu viðureign.
Það er rúmur klukkutími í upphafsflaut og búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þessa gríðarlega áhugaverðu viðureign.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, heldur sig við það sem hefur virkað og breytir ekki í fimm manna vörn. Liðið er nákvæmlega það sama og búist var við - sama lið og gegn Senegal í síðustu umferð.
Lið Frakklands er líka nákvæmlega eins og búist var við. Ekkert óvænt í þessu.
Kylian Mbappe er klár í slaginn eftir að hafa verið aðeins tæpur í vikunni. Ná Englendingar að stöðva hann?
Byrjunarlið Englands: Pickford, Walker, Stones, Maguire, Shaw, Rice, Henderson, Bellingham, Saka, Foden, Kane (c).
Byrjunarlið Frakklands: Lloris (c), Kounde, Upamecano, Varane, Hernandez, Tchouameni, Rabiot, Dembele, Griezmann, Mbappe, Giroud.
Athugasemdir