Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 16:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fernandes vildi fá vítaspyrnu - Datt full auðveldlega

Portúgal er marki undir í hálfleik gegn Marokkó en markið kom á 42. mínútu. Portúgal hefur verið meira með boltann en Marokkó skapað sér hættulegri færi.


Bruno Fernandes leikmaður Portúgal vildi fá vitaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en dómari leiksins gerði ekkert í því og lét leikinn halda áfram.

Fernandes féll í teignum stuttu eftir að Marokkó komst yfir. Hann féll full auðveldlega og spurning hvort hann hefði ekki getað staðið þetta af sér þar sem hann var kominn í gott færi áður en hann datt.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Fernandes var nálægt því að bæta þetta upp stuttu síðar þegar hann átti skot í slána.


Athugasemdir
banner
banner