Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   þri 10. desember 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lyfti níu fingrum á loft - „Hann er í hjarta mínu“
Mynd: Samsett
Það var tilfinningaþrungið andrúmsloft á London leikvangnum þar sem West Ham vann 2-1 sigur gegn Wolves í feikilega mikilvægum leik. Tékkinn Tomas Soucek braut ísinn í leiknum og tileinkaði Michail Antonio markið.

Antonio, sóknarmaður West Ham, er á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í bílslysi á laugardaginn. Soucek fagnaði marki sínu með því að lyfta níu fingrum á loft en níu er treyjunúmer Antonio.

„Markið var fyrir hann. Löngun mín til að skora var enn meiri en venjulega. Hann er minn uppáhalds liðsfélagi og það er erfitt að spila án hans. Ég er ánægður með að betur fór en á horfðist. Hann er frábær leikmaður og er í hjarta mínu," segir Soucek.

Antonio gekkst undir aðgerð á fæti og óvíst hvort leikmannaferli hans er lokið en miðað við ástandið á bifreiðinni er kraftaverk að ekki fór verr.

„Liðið átti myndbandssímtal við hann fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og gaf okkur orku. Ég get ekki beðið eftir að heimsækja hann á sjúkrahúsið. Hann er yndislegur maður og er einnig fyndinn. Hann kom með nokkra brandara fyrir leikinn og óskaði okkur alls hins besta."

Antonio, sem er 34 ára, er markahæsti leikmaður West Ham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 68 mörk í 268 deildarleikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner
banner