Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mán 09. desember 2024 13:38
Elvar Geir Magnússon
„Hvar er ég? Hvað er í gangi? Í hvaða bíl er ég?“
Óhætt er að segja að betur fór en á horfðist.
Óhætt er að segja að betur fór en á horfðist.
Mynd: Samsett
Samuel Woods, maðurinn sem kom fyrstur að Michail Antonio, sóknarmanni West Ham, eftir bílslysið um helgina hefur tjáð sig við The Sun. Woods var að koma úr göngutúr með hundinum sínum þegar hann sá Ferrari bifreið í slæmu ástandi.

Woods segist hafa sagt 'Halló' til að athuga hvort það væri einhver á lífi inn í bílnum. Hann hafi heyrt sírenuhljóð og sagt Antonio að það væri hjálp á leiðinni.

Antonio svaraði þá áttavilltur: „Hvar er ég? Hvað er í gangi? ´Í hvaða bíl er ég?"

Antonio gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi og segir Daily Mail að annar fóturinn á honum hafi farið illa úr árekstrinum. Mögulega er fótboltaferli Antonio lokið en hann verður að minnsta kosti frá í heilt ár.

Antonio, sem er 34 ára, er markahæsti leikmaður West Ham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 68 mörk í 268 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner