Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona dæmt til að greiða Matheus 8,5 milljónir evra
Matheus Fernandes í leik með Börsungum
Matheus Fernandes í leik með Börsungum
Mynd: Barnsley
Spænska félagið Barcelona hefur verið dæmt til að greiða brasilíska leikmanninum Matheus Fernandes 8,5 milljónir evra í skaðabætur en það er Cadena Ser sem greinir frá.

Barcelona keypti Matheus fyrir tíu milljónir evra frá Palmeiras fyrir þremur árum og gerði hann þá fimm ára samning við félagið.

Hann spilaði aðeins 17 mínútur í treyju Barcelona áður en félagið rifti samningi hans átján mánuðum síðar.

Matheus stefndi Barcelona enda taldi hann meðferðina ósanngjarna en þetta eru ein af misheppnuðu kaupum í forsetatíð Josep Bartomeu.

Barcelona sendi frá sér tilkynningu daginn sem það rifti við Matheus og þar kom fram að leikmanninum var tilkynnt að félagið þyrfti ekki á honum að halda lengur og því var ákveðið að rifta.

Cadena Ser greinir frá því í dag að Matheus vann málið gegn Börsungum og hefur félaginu verið gert að greiða honum 8,5 milljónir evra í skaðabætur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner