Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   þri 11. febrúar 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
Victoria Swift áfram hjá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
Úr leik hjá hjá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
Úr leik hjá hjá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Victoria Swift hefur framlengt samning sinn við Fjarðabyggð/Hött/Leikni F. í 2. deild kvenna.

„Victoria spilaði frábærlega með okkur síðasta sumar og var valinn í lið ársins í 2.deild," segir á heimasíðu Fjarðabyggðar.

„Hún er fastamaður í landsliði Trinidad og Tobago og spilaði í háskólaboltanum í USA."

„Hávaxinn, fljót og sterkur varnarmaður sem hefur hjálpað til að snúa við varnarleik liðsinns og erum við gríðarlega sátt að fá hana til okkar aftur."


Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir endaði í 4. sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner