Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 11. febrúar 2021 09:48
Magnús Már Einarsson
Liverpool vill fá Raphinha
Powerade
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Mauricio Pochettino, þjálfari PSG, segir að félagið og leikmenn þess hafi sýnt vanvirðingu með því að tala um áhuga sinn á að fá Lionel Messi (33) frá Barcelona. (ESPN)

Manchester City ætlar að fá nýjan framherja í sumar hvort sem félagið nær að landa Lionel Messi eða ekki. Erling Braut Haaland (20) framherji Dortmund er efstur á óskalistanum. (90 Min)

Dortmund er að íhuga að selja sjö leikmenn í sumar en þeirra á meðal er Jadon Sancho (20). (Mirror)

Axel Witsel (32), Giovanni Reyna (18), Jude Bellingham (17) og Haaland gætu einnig verið seldir til að laga fjárhagsstöðu Dortmund. (Express)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vill ekki tjá sig um þða hvort félagið vilji fá Haaland og Dayot Upamecano (22) varnarmann RB Leipzig. (ESPN)

Tuchel vill fá miðjumanninn Kays Ruiz-Atil (18) frá PSG. (Teamtalk)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að sögusganir um framtíð Dele Alli (24) hafi truflað leikmanninn í síðasta mánuði. (London Evening Standard)

Liverpool ætlar að reyna að fá brasilíska kantmanninn Raphinha (24) frá Leeds í sumar. (Mail)

Udinese ætlar ekki að selja miðjumanninn Rodrigo de Paul (26) í sumar en hann hefur verið orðaður við Liverpool. (Goal)

WBA ætlar ekki að bjóða nígeríska framherjanum Ahmed Musa (28) samning en hann var á reynslu hjá félaginu. (Express & Star)

John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa, er einn af fimm stjórum sem koma til greina sem næsti stjóri Bournemouth. (Birmingham Mail)

David Wagner, fyrrum stjóri Huddersfield og Schalke, er á leið í starfsviðtal hjá Bournemouth. (Sky Sports)

Patrick Vieira, fyrrum miðjumaður Arsenal, er líklegastur til að taka við Bournemouth. (Talksport)

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir að bati Raul Jimenez (29) hafi verið ótrúlegur eftir að hann höfuðkúbubrotnaði í nóvember. (Express & Star)

Tottenham og Juventus hafa verið orðuð við danska miðjumanninn Mikkel Damsgaard (20) hjá Sampdoria. (Football Italia)

Barcelona er tilbúið að sleppa því að láta Philippe Coutinho (28) spila meira á þessu tímabili. Ef Coutinho spilar fimm leiki til viðbótar með Barcelona þarf félagið að borga Liverpool 4,3 milljónir punda sem hluti af samningi sem félögin gerðu á sínum tíma. (Star)

Manor Solomon (21) framherji Shakhtar Donetsk segir að mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafi sýnt sér áhuga. (Goal)
Athugasemdir
banner