Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2021 18:33
Victor Pálsson
Ný byrjun fyrir Kepa hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gæti enn átt framtíð fyrir sér hjá félaginu undir stjórn Thomas Tuchel.

Tuchel segir sjálfur frá þessu en Kepa mun byrja leik Chelsea við Barnsley í enska bikarnum klukkan 20:00.

Kepa hefur ekki staðist væntingar á Stamford Bridge eftir að hafa komið fyrir metfé frá Athletic Bilbao árið 2018.

Edouard Mendy er aðalmarkvörður Chelsea í dag en hann var fenginn til liðsins frá Rennes í sumarglugganum.

Tuchel er þó opinn fyrir því að gefa Kepa tækifæri og gæti hann á endanum unnið sér inn sæti í rammanum.

„Það er klárt mál, alveg klárt mál. Hann mun spila leikinn og byrja," sagði Tuchel á blaðamannafundi.

„Kannski er verðmiðinn að hafa smá áhrif á hann. Það er sjónarhornið að utan. Að innan þá sé ég vinalegan náunga með góðan og opinn persónuleika."

„Hann er vinnusamur og er augljóslega með mikil gæði. Það góða fyrir hann er að við getum byrjað upp á nýtt, þetta er ný byrjun hjá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner