Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. mars 2020 10:16
Magnús Már Einarsson
KSÍ heldur sínu striki - Búast við áhorfendum gegn Rúmeníu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að áhorfendur verði á leik Íslands og Rúmeníu í umspili að öllu óbreyttu.

Leikur Slóvakíu og Írlands í umspilinu fyrir EM verður fyrir luktum dyrum þann 26. mars sem leikur Noregs og Serbíu en þetta er gert af ótta við smit vegna kórónuveirunnar.

KSÍ stefnir á að hafa áhorfendur á leiknum gegn Rúmenum nema yfirvöld á Íslandi ákveði annað.

„Við bíðum eftir ákvörðun yfirvalda í því," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

„Við hlustum mjög vel á landlækni sem segir að við eigum ekki að láta veiruna stjórna lífi okkar heldur halda ótrauð áfram. Meðan það verða ekki gefin út fyrirmæli um annað þá höldum við okkar plani og undirbúum leikinn af krafti."

Uppselt er á leikinn gegn Rúmeníu en Laugardalsvöllur tekur 10 þúsund manns.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner