Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 11. apríl 2024 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Villa hafði betur gegn Hákoni og félögum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille og stóð sig vel er franska liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Leikurinn í kvöld var jafn þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora, en heimamenn tóku forystuna eftir hornspyrnu á þrettándu mínútu. Ollie Watkins skoraði en markið var umdeilt þar sem gestirnir frá Lille vildu fá dæmt brot á sóknarmann Villa en fengu ekki.

John McGinn tvöfaldaði forystu Villa í síðari hálfleik eftir undirbúning frá Leon Bailey og héldu gestirnir að þeir hefðu svarað skömmu síðar þegar Svíinn öflugi Gabriel Gudmundsson kom boltanum í netið en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.

Hákoni var skipt af velli á 79. mínútu, á sama tíma og Gabriel, og kom Remy Cabella inn af bekknum. Fimm mínútum síðar tók Cabella hornspyrnu sem Bafode Diakite stangaði í netið til að minnka muninn.

Lokatölur urðu 2-1 eftir þokkalega jafna viðureign og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með gangi mála í seinni leiknum í Frakklandi.

Club Brugge tók þá á móti PAOK frá Grikklandi á sama tíma og vann 1-0, þökk sé marki frá norska miðjumanninum Hugo Vetlesen snemma leiks.

Heimamenn í Brugge voru talsvert sterkari aðilinn og klúðruðu vítaspyrnu í síðari hálfleik, en tókst ekki að tvöfalda forystuna fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

Aston Villa 2 - 1 Lille
1-0 Ollie Watkins ('13 )
2-0 John McGinn ('56 )
2-1 Bafode Diakite ('84 )

Club Brugge 1 - 0 PAOK
1-0 Hugo Vetlesen ('6 )
1-0 Igor Thiago ('78 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner