Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 11. maí 2021 21:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Guðný: Sýna öllum að ég á heima í deild þeirra bestu
Kvenaboltinn
Guðný í búningi ÍBV á síðustu leiktíð
Guðný í búningi ÍBV á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eins sætt og það verður," sagði Guðný Geirsdóttir, markvörður Selfoss, eftir sigur gegn Þór/KA í Boganum.

„Eftir langa rútuferð í gærkvöldi og það verður stemning í rútunni á leiðinni heim. Það er alltaf betra að fá almennilegan nætursvefn heldur en að ferðast á leikdegi."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Varstu sátt með þína frammistöðu í leiknum? „Já, sérstaklega með lokavörsluna, þetta var ekta sjónvarpsvarsla eins og sagt er."

Guðný er á láni frá ÍBV, Selfoss missti markvörðin Anke Preuss í meiðsli fyrir mót og er hún farin til síns heima.

„Þetta snýst um spiltíma, ég er ekki að fara fá hann heima í Eyjum og þá finnur maður hann einhvers staðar annars staðar. Sem betur fer vildi Selfoss fá mig og mér líst ógeðslega vel á þessar stelpur. Búnar að vera flottar fyrstu vikur og mér tekið með opnum örmum, alveg æðislegt."

Ertu með eitthvað markmið í sumar?

„Sýna öllum að ég á heima í deild þeirra bestu," sagði Guðný.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner