Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 11. maí 2021 21:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Guðný: Sýna öllum að ég á heima í deild þeirra bestu
Kvenaboltinn
Guðný í búningi ÍBV á síðustu leiktíð
Guðný í búningi ÍBV á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eins sætt og það verður," sagði Guðný Geirsdóttir, markvörður Selfoss, eftir sigur gegn Þór/KA í Boganum.

„Eftir langa rútuferð í gærkvöldi og það verður stemning í rútunni á leiðinni heim. Það er alltaf betra að fá almennilegan nætursvefn heldur en að ferðast á leikdegi."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Varstu sátt með þína frammistöðu í leiknum? „Já, sérstaklega með lokavörsluna, þetta var ekta sjónvarpsvarsla eins og sagt er."

Guðný er á láni frá ÍBV, Selfoss missti markvörðin Anke Preuss í meiðsli fyrir mót og er hún farin til síns heima.

„Þetta snýst um spiltíma, ég er ekki að fara fá hann heima í Eyjum og þá finnur maður hann einhvers staðar annars staðar. Sem betur fer vildi Selfoss fá mig og mér líst ógeðslega vel á þessar stelpur. Búnar að vera flottar fyrstu vikur og mér tekið með opnum örmum, alveg æðislegt."

Ertu með eitthvað markmið í sumar?

„Sýna öllum að ég á heima í deild þeirra bestu," sagði Guðný.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner