Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 11. maí 2021 10:50
Innkastið
Vandræðalegt fyrir Akureyrarbæ
Greifavöllurinn er ekki klár í Pepsi Max-deildina
Greifavöllurinn er ekki klár í Pepsi Max-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gervigrasvöllurinn á Dalvík.
Gervigrasvöllurinn á Dalvík.
Mynd: Jóhann Már Kristinsson
Fyrsti heimaleikur KA í Pepsi Max-deildinni er á morgun, gegn Leikni, en hann verður þó ekki leikinn á þeirra heimavelli heldur á Dalvík. Greifavöllurinn er ekki klár og leikurinn því færður í annað bæjarfélag.

„Greifavöllurinn er ekki klár og Arnar Grétarsson sagði það í viðtali að ef hann fengi að ráða þá væru allir heimaleikir KA spilaðir á Dalvík. Hversu mikið diss er þetta á Akureyrarbæ? KA vill spila á Dalvík því Akureyri býður ekki upp á viðunandi aðstæður," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Greifavöllurinn er barn síns tíma og mörg meiðsli sem hægt er að rekja til vallarins. Fjölmargir innan fótboltabransans hafa gagnrýnt grasvöllinn.

„Við erum fyrir norðan og þar hefur verið snjór ansi lengi, völlurinn er ekki upphitaður þannig að við þurfum ekki að vera snillingar til að átta okkur á því að vera með grasvöll á Akureyri er bara helvíti erfitt, svo er annað að æfingaaðstaðan varðandi gras er ekki mikil, það er líka erfitt þannig auðvitað myndi ég bara kjósa að vera með toppvöll eins og Dalvík er með, á Akureyri, það væri náttúrulega draumur í dós, en við spilum allavega þar á móti Leikni, svo kemur það bara í ljós," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, í viðtali á dögunum en hann hefur verið duglegur við að tala um aðstöðuleysi KA á Akureyri.

Jóhann Már Kristinsson, yfirþjálfari hjá Dalvík/Reyni, segir að það sé stórkostlegt fyrir Dalvík að fá leik í Pepsi Max-deildinni, en það sé hinsvegar vandræðalegt fyrir Akureyrarbæ.



miðvikudagur 12. maí
17:30 KA-Leiknir R. (Dalvíkurvöllur)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

fimmtudagur 13. maí
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
19:15 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Keflavík (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur-HK (Origo völlurinn)
Innkastið - Drama á lokamínútum og Toddi tapar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner