Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fös 07. maí 2021 20:50
Baldvin Már Borgarsson
Addi Grétars: Ef ég myndi ráða myndi ég vilja spila á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfar KA var gríðarlega sáttur með að sækja 3 stig á Meistaravelli í 3-1 sigri KA gegn KR fyrr í kvöld. KA-menn voru hrikalega góðir fyrsta hálftíma leiksins og gerðu tvö mörk á þeim kafla sem reyndist of mikið fyrir KR-inga til að reyna að koma til baka og KA gerði endanlega út um leikinn á lokamínútum leiksins þegar KR-ingar settu allt púður í að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Maður er alltaf sáttur við að vinna leiki, að koma hingað og spila á móti gríðarlega öflugu KR liði að sækja 3 stig og skora 3 mörk, ég er bara gríðarlega sáttur við það að sækja fyrsta sigurinn.''

„Við dómineruðum fyrsta hálftímann og skorum tvö góð mörk, svo minnka þeir muninn í lok fyrri hálfleiks, það var held ég komið í uppbótartíma og þá ertu kominn með svolítið annan leik að fara í hálfleikinn með stöðuna 2-1 í staðinn fyrir 2-0.''

KA spilar sinn fyrsta heimaleik næstu helgi gegn Leiknismönnum, sá leikur mun fara fram á Dalvíkurvelli, þar sem eitt besta gervigras landsins er staðsett, sér Arnar fyrir sér að spila fleiri leiki þar?

„Ef ég myndi fá að ráða myndi ég vilja spila þar, en á einhverjum tímapunkti þurfum við að spila á Greifavellinum, það er okkar heimavöllur.''

„Við erum fyrir norðan og þar hefur verið snjór ansi lengi, völlurinn er ekki upphitaður þannig að við þurfum ekki að vera snillingar til að átta okkur á því að vera með grasvöll á Akureyri er bara helvíti erfitt, svo er annað að æfingaaðstaðan varðandi gras er ekki mikil, það er líka erfitt þannig auðvitað myndi ég bara kjósa að vera með toppvöll eins og Dalvík er með, á Akureyri, það væri náttúrulega draumur í dós, en við spilum allavega þar á móti Leikni, svo kemur það bara í ljós.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar fer Arnar nánar í saumana á leiknum, leikplaninu, þróun á gang mála, meiðslastöðuna á leikmönnum liðsins og restina af félagaskiptaglugganum.
Athugasemdir
banner
banner