Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 07. maí 2021 20:50
Baldvin Már Borgarsson
Addi Grétars: Ef ég myndi ráða myndi ég vilja spila á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfar KA var gríðarlega sáttur með að sækja 3 stig á Meistaravelli í 3-1 sigri KA gegn KR fyrr í kvöld. KA-menn voru hrikalega góðir fyrsta hálftíma leiksins og gerðu tvö mörk á þeim kafla sem reyndist of mikið fyrir KR-inga til að reyna að koma til baka og KA gerði endanlega út um leikinn á lokamínútum leiksins þegar KR-ingar settu allt púður í að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Maður er alltaf sáttur við að vinna leiki, að koma hingað og spila á móti gríðarlega öflugu KR liði að sækja 3 stig og skora 3 mörk, ég er bara gríðarlega sáttur við það að sækja fyrsta sigurinn.''

„Við dómineruðum fyrsta hálftímann og skorum tvö góð mörk, svo minnka þeir muninn í lok fyrri hálfleiks, það var held ég komið í uppbótartíma og þá ertu kominn með svolítið annan leik að fara í hálfleikinn með stöðuna 2-1 í staðinn fyrir 2-0.''

KA spilar sinn fyrsta heimaleik næstu helgi gegn Leiknismönnum, sá leikur mun fara fram á Dalvíkurvelli, þar sem eitt besta gervigras landsins er staðsett, sér Arnar fyrir sér að spila fleiri leiki þar?

„Ef ég myndi fá að ráða myndi ég vilja spila þar, en á einhverjum tímapunkti þurfum við að spila á Greifavellinum, það er okkar heimavöllur.''

„Við erum fyrir norðan og þar hefur verið snjór ansi lengi, völlurinn er ekki upphitaður þannig að við þurfum ekki að vera snillingar til að átta okkur á því að vera með grasvöll á Akureyri er bara helvíti erfitt, svo er annað að æfingaaðstaðan varðandi gras er ekki mikil, það er líka erfitt þannig auðvitað myndi ég bara kjósa að vera með toppvöll eins og Dalvík er með, á Akureyri, það væri náttúrulega draumur í dós, en við spilum allavega þar á móti Leikni, svo kemur það bara í ljós.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar fer Arnar nánar í saumana á leiknum, leikplaninu, þróun á gang mála, meiðslastöðuna á leikmönnum liðsins og restina af félagaskiptaglugganum.
Athugasemdir
banner