Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
   fös 07. maí 2021 20:50
Baldvin Már Borgarsson
Addi Grétars: Ef ég myndi ráða myndi ég vilja spila á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfar KA var gríðarlega sáttur með að sækja 3 stig á Meistaravelli í 3-1 sigri KA gegn KR fyrr í kvöld. KA-menn voru hrikalega góðir fyrsta hálftíma leiksins og gerðu tvö mörk á þeim kafla sem reyndist of mikið fyrir KR-inga til að reyna að koma til baka og KA gerði endanlega út um leikinn á lokamínútum leiksins þegar KR-ingar settu allt púður í að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Maður er alltaf sáttur við að vinna leiki, að koma hingað og spila á móti gríðarlega öflugu KR liði að sækja 3 stig og skora 3 mörk, ég er bara gríðarlega sáttur við það að sækja fyrsta sigurinn.''

„Við dómineruðum fyrsta hálftímann og skorum tvö góð mörk, svo minnka þeir muninn í lok fyrri hálfleiks, það var held ég komið í uppbótartíma og þá ertu kominn með svolítið annan leik að fara í hálfleikinn með stöðuna 2-1 í staðinn fyrir 2-0.''

KA spilar sinn fyrsta heimaleik næstu helgi gegn Leiknismönnum, sá leikur mun fara fram á Dalvíkurvelli, þar sem eitt besta gervigras landsins er staðsett, sér Arnar fyrir sér að spila fleiri leiki þar?

„Ef ég myndi fá að ráða myndi ég vilja spila þar, en á einhverjum tímapunkti þurfum við að spila á Greifavellinum, það er okkar heimavöllur.''

„Við erum fyrir norðan og þar hefur verið snjór ansi lengi, völlurinn er ekki upphitaður þannig að við þurfum ekki að vera snillingar til að átta okkur á því að vera með grasvöll á Akureyri er bara helvíti erfitt, svo er annað að æfingaaðstaðan varðandi gras er ekki mikil, það er líka erfitt þannig auðvitað myndi ég bara kjósa að vera með toppvöll eins og Dalvík er með, á Akureyri, það væri náttúrulega draumur í dós, en við spilum allavega þar á móti Leikni, svo kemur það bara í ljós.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar fer Arnar nánar í saumana á leiknum, leikplaninu, þróun á gang mála, meiðslastöðuna á leikmönnum liðsins og restina af félagaskiptaglugganum.
Athugasemdir
banner
banner