Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
   mið 11. maí 2022 23:18
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Steindór: Tómas var bara með þetta
Kvenaboltinn
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis var svekktur eftir 1-0 tap gegn Tindastól í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Bara svekkelsi í sjálfu sér, þetta var náttúrulega bara hörkuleikur og voða 50/50 og hefði getað dottið hvoru megin sem var og datt bara Tindastólsmegin í dag. Ég hefði viljað skapað mér fleiri færi í dag vissulega, þær voru rosalega þéttar fyrir og gerðu okkur svolítið erfitt fyrir að skapa eitthvað fyrir aftan þær."

„Við vorum með svolítið af sendingarfeilum og sérstaklega þegar við vorum að reyna að koma boltanum upp á síðasta þriðjung. Ég hefði viljað sjá bara aðeins meiri gæði frá okkar liði í dag í sjálfu sér."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Helga Guðrún fór tvisvar niður í teignum í leiknum og vildu Fylkismenn fá víti.

„Já sérstaklega hérna í lokin, mér finnst vera farið beint í bakið á henni. Í fyrri hálfleik er brotið á henni í raun fyrir utan teig og ég hefði í rauninni viljað fá af því að hún er komin í gegn og hún er stoppuð og það er togað í hana og við fáum í rauninni ekki færið þannig ég hefði viljað láta færa það út fyrir í sjálfu sér. Samkvæmt fótboltareglunum ef að leikmaður er sloppinn í gegn og það er togað í hann, það er náttúrulega bara rautt spjald en það skiptir þannig lagað séð ekki öllum máli, Tómas var bara með þetta og verð ég ekki bara að treysta því að þetta hafi verið rétt hjá honum," hafði Jón Steindór um þessi atvik að segja.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner