Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 11. maí 2022 23:18
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Steindór: Tómas var bara með þetta
Kvenaboltinn
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis var svekktur eftir 1-0 tap gegn Tindastól í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Bara svekkelsi í sjálfu sér, þetta var náttúrulega bara hörkuleikur og voða 50/50 og hefði getað dottið hvoru megin sem var og datt bara Tindastólsmegin í dag. Ég hefði viljað skapað mér fleiri færi í dag vissulega, þær voru rosalega þéttar fyrir og gerðu okkur svolítið erfitt fyrir að skapa eitthvað fyrir aftan þær."

„Við vorum með svolítið af sendingarfeilum og sérstaklega þegar við vorum að reyna að koma boltanum upp á síðasta þriðjung. Ég hefði viljað sjá bara aðeins meiri gæði frá okkar liði í dag í sjálfu sér."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Helga Guðrún fór tvisvar niður í teignum í leiknum og vildu Fylkismenn fá víti.

„Já sérstaklega hérna í lokin, mér finnst vera farið beint í bakið á henni. Í fyrri hálfleik er brotið á henni í raun fyrir utan teig og ég hefði í rauninni viljað fá af því að hún er komin í gegn og hún er stoppuð og það er togað í hana og við fáum í rauninni ekki færið þannig ég hefði viljað láta færa það út fyrir í sjálfu sér. Samkvæmt fótboltareglunum ef að leikmaður er sloppinn í gegn og það er togað í hann, það er náttúrulega bara rautt spjald en það skiptir þannig lagað séð ekki öllum máli, Tómas var bara með þetta og verð ég ekki bara að treysta því að þetta hafi verið rétt hjá honum," hafði Jón Steindór um þessi atvik að segja.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner