Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mið 11. maí 2022 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel ánægður með viðsnúninginn: Tilbúnir í úrslitaleikinn
Mynd: EPA

Thomas Tuchel var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í Chelsea sem lögðu Leeds United að velli í enska boltanum í kvöld eftir slæmt gengi síðustu vikur.


Sigurinn kemur sér vel fyrir Chelsea í baráttunni um þriðja sætið en hann er sérstaklega mikilvægur fyrir hugarfar leikmanna sem eiga mikilvægan úrslitaleik um helgina.

Tuchel er ánægður með skilaboðin sem hans menn sentu frá sér með frábærri frammistöðu í dag eftir að hafa gert jafntefli við Wolves í síðustu umferð og aðeins náð í tvö stig úr þremur úrvalsdeildarleikjum.

„Við þurftum svona frammistöðu, við vorum frábærir frá fyrstu mínútu, héldum einbeitingu og vorum ákafir allan leikinn. Þetta eru bestu skilaboðin sem við getum gefið frá okkur," sagði Tuchel að leikslokum.

„Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið eftir jöfnunarmarkið gegn Wolves. Við mættum í þennan leik fullir sjálfstrausts og strákarnir skiluðu sínu.

„Við mætum inn í úrslitaleikinn með skýrt hugarfar eftir þennan sigur. Þetta eru frábærar fréttir."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
4 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
5 Chelsea 11 5 3 3 18 11 +7 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 3 8 7 22 -15 3
Athugasemdir
banner
banner