Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. júní 2021 05:55
Victor Pálsson
EM um helgina: Mótið hefst í kvöld
Ítalía mætir til leiks.
Ítalía mætir til leiks.
Mynd: Getty Images
Til hamingju knattspyrnuáhugamenn en í dag hefst Evrópumeistaramótið en fyrsti leikurinn er klukkan 19:00 í kvöld.

Opnunarleikurinn er viðureign Tyrklands og Ítalíu og eru þeir síðarnefndu taldir mun sigurstranglegri fyrir þann slag.

Alls eru sjö leikir spilaðir um þessa helgi, einn á föstudag, þrír á laugardag og þrír á sunnudag.

Stórleikurinn er klukkan 13:00 á sunnudag þegar Króatía og England eigast við í D-riðli.

Belgar og Hollendingar mæta einnig til leiks og er nóg af skemmtilegum fótbolta í boði fyrir áhugasama.

Hlustaðu á upphitunarþáttinn fyrir EM hér neðst í fréttinni!

föstudagur 11. júní

EM 2020: A-riðill
19:00 Tyrkland - Ítalía

laugardagur 12. júní

EM 2020: A-riðill
13:00 Wales - Sviss

EM 2020: B-riðill
16:00 Danmörk - Finnland
19:00 Belgía - Rússland

sunnudagur 13. júní

EM 2020: C-riðill
16:00 Austurríki - Norður Makedónía
19:00 Holland - Úkraína

EM 2020: D-riðill
13:00 England - Króatía
EM alls staðar - Upphitunarþáttur fyrir fótboltaveisluna
Athugasemdir
banner
banner
banner