Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   lau 11. júní 2022 22:28
Stefán Marteinn Ólafsson
Sævar Atli: Hvernig við spilum alla þessa tíu leiki þá áttum við það skilið
Icelandair
Sævar Atli Magnússon leikmaður Íslands.
Sævar Atli Magnússon leikmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 árs landslið Íslands er komið í umspil um sæti á Evrópumótinu eftir magnaðan 5-0 sigur á Kýpur á Víkingsvelli. Portúgal hjálpaði íslenska liðinu með því að vinna Grikkland. 

Ísland endar í 2. sæti riðilsins með 18 stig, stigi meira en Grikkland og fer því í umspilið. Liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í umspilið þann 21. júní næstkomandi. Drátturinn fer fram í Nyon í Sviss.


Lestu um leikinn: Ísland U21 5 -  0 Kýpur U21

„Hún er gjörsamlega sturluð. Við vissum fyrir þennan glugga að við ættum möguleika og það var planið þegar við hittumst fyrst, að eiga möguleika á umspilsæti. Auðvitað duttu úrslit með okkur en mér fannst miðað við hvernig við spilum alla þessa tíu leiki þá áttum við það skilið." Sagði Sævar Atli Magnússon leikmaður Íslands eftir að umspilsætið var tryggt.

„Þessi þriggja leikja gluggi menn eru búnir að skora margir og mikil dreifing á markaskorun og aðrir líka búnir að stíga upp þannig þetta er mjög góð liðsheild og menn taka því hlutverki sem þeim er gefið og ég vissi að ég væri með ferskari fætur en aðrir í dag og ég ætlaði að nýta það með því að keyra 100% allan tímann. Við erum búnir að spila þrjá leiki á rúmri viku og mér fannst ég gera það í dag og mikilvægt fyrir strákana." 

Sævar Atli skoraði fjórða mark leiksins eftir smá hark á fjærstöng en Kristall Máni vill meina að hann hafi verið að stela markinu.

„Hann Stalli vinur minn er eitthvað aðeins búin að vera tala um að ég sé að stela markinu en ég reyndi eins og ég gat að leyfa þessu að fara inn en mér sýndist hann ekki vera á leiðinni inn þannig ég ákvað að pota honum inn og þegar maður sér að maður á möguleika á að skora þá fórnar maður sér í allt."

Nánar er rætt við Sævar Atla í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner