Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. júlí 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Jong dreymdi um að spila með Arsenal
Mynd: Getty Images
Hinn 22 ára gamli Frenkie de Jong sá alltaf fyrir sér að hann myndi spila með Arsenal áður en hann myndi ganga í raðir Barcelona.

Frenkie, sem gekk skrifaði undir hjá Barcelona í janúar en kláraði leiktíðina með Ajax, átti frábært tímabil og var einn af máttarstólpunum í stórskemmtilegu liði Ajax sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

De Jong sagði í viðtali við Voetbal International að hann hafi alltaf séð fyrir sér að hann myndi fara sömu leið og Marc Overmars gerði á sínum tíma.

Overmars fór frá Ajax til Arsenal og þaðan til Barcelona. Overmars er í dag yfirmaður íþróttamála hjá Ajax.

Frenkie sagði þó að fyrst það bauðst að fara beint til Barcelona þá var ekki í stöðunni að sleppa því að fara þangað á þessum tímapunkti.

Barcelona borgaði um 75 milljónir evra fyrir hollenska miðjumanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner