Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 11. júlí 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Jong dreymdi um að spila með Arsenal
Hinn 22 ára gamli Frenkie de Jong sá alltaf fyrir sér að hann myndi spila með Arsenal áður en hann myndi ganga í raðir Barcelona.

Frenkie, sem gekk skrifaði undir hjá Barcelona í janúar en kláraði leiktíðina með Ajax, átti frábært tímabil og var einn af máttarstólpunum í stórskemmtilegu liði Ajax sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

De Jong sagði í viðtali við Voetbal International að hann hafi alltaf séð fyrir sér að hann myndi fara sömu leið og Marc Overmars gerði á sínum tíma.

Overmars fór frá Ajax til Arsenal og þaðan til Barcelona. Overmars er í dag yfirmaður íþróttamála hjá Ajax.

Frenkie sagði þó að fyrst það bauðst að fara beint til Barcelona þá var ekki í stöðunni að sleppa því að fara þangað á þessum tímapunkti.

Barcelona borgaði um 75 milljónir evra fyrir hollenska miðjumanninn.
Athugasemdir
banner