Breiðablik fékk Vaduz frá Litháen í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í undankeppni Evrópudeildarinnar og skildu liðin jöfn 0-0 í tíðindalitlum leik. Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði Breiðabliks var ánægður með varnarleikinn og er viss um að þeir geti slegið þá út í seinni leiknum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 Vaduz
„Mér fannst við spila mjög vel, varnarleikurinn var til fyrirmyndar, þeir skapa sér ekki mikið. Þetta er gott lið og það er mikilvægt að við héldum hreinu. Nú þurfum við að skora úti og slá þá út. Það er engin spurning að við getum unnið þá úti. Við þurfum að vera agaðir og aðeins beinskeyttari í skyndisóknum og föstum leikatriðum og þá getum við tekið þá."
Gunnleifur spilaði með Vaduz fyrir áratug síðan og segir að það sé algjör paradís að búa þar og getur ekki beðið eftir að fara út í seinni leikinn.
„Ég get eiginlega ekki beðið, okkur leið mjög vel þarna. Þetta var algjör paradís og ég hlakka til að sýna strákunum þetta."
Athugasemdir