Það var góður dagur fyrir okkur Íslendinga í Evrópukeppnum í gær og það sama má segja um frændur okkar Færeyinga.
Víkingur og Valur unnu góða sigra en sömu sögu má segja um færeysku liðin NSÍ Runavík og KÍ frá Klaksvík.
Víkingur og Valur unnu góða sigra en sömu sögu má segja um færeysku liðin NSÍ Runavík og KÍ frá Klaksvík.
NSÍ vann frábæran 4-0 sigur gegn HJK frá Finnlandi. Daniel Obbekjær og Klæmint Olsen komust meðal annars á blað.
Þeir eru báðir fyrrum leikmenn Breiðabliks en Obbekjær gekk til liðs við NSÍ í síðasta mánuði frá Blikum en Klæmint spilaði eitt tímabil með liðinu árið 2023. Þá lagði Brandur Olsen upp eitt markana en hann er fyrrum leikmaður FH.
KÍ varð fyrsta færeyska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrir tveimur árum. Liðið vann finnska liðið SJK Seinäjoki 2-1 á útivelli í gær.
Þess má geta að Jóhann Ingi Jónsson dæmdi leikinn.
Athugasemdir