þri 11. ágúst 2020 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Thiago vill spila fyrir Klopp
Thiago Alcantara
Thiago Alcantara
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Thiago vill ólmur spila fyrir Jürgen Klopp hjá Liverpool en Sky Sports greinir frá þessu. Enska félagið er þó ekki í leit að miðjumanni.

Thiago sem er 29 ára gamall verður samningslaus á næsta ári en Bayern München er þó tilbúið til að hlusta á tilboð í hann.

Samkvæmt Sky vill Bayern fá 30 milljón punda fyrir Thiago sem þeir telja vera sanngjarnt fyrir leikmanninn.

Klopp ætlar sér þá ekki að styrkja miðjuna frekar en hann er þegar með þá Fabinho, Gini Wijnaldum, James Milner, Naby Keita, Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain og Curtis Jones.

Wijnaldum er þá að bíða eftir því að Liverpool hefji samningaviðræður við hann en samningur hans rennur út næsta sumar. Wijnaldum er ánægður í herbúðum Liverpool en hollenski miðjumaðurinn kom frá Newcastle fyrir fjórum árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner