Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 11. ágúst 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Getum þakkað Árna Marinó fyrir
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var kátur eftir 1-0 sigur liðsins á FH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 FH

Ísak Snær Þorvaldsson gerði sigurmark Skagamanna í upphafi leiks en FH-ingar léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Jónatan Ingi Jónsson lét reka sig af velli.

„Þetta var mjög sætt. Það lá vel á okkur undir restina þó svo við höfum verið einum fleiri en getum þakkað Árna Marinó fyrir að hafa verið okkur innan handar síðustu tíu og hann stóð sig frábærlega. Hann sigldi þessu heim fyrir okkur," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

Árni Marinó er fæddur árið 2002 og hefur spilað í marki Skagamanna í fjarveru Árna Snæs Ólafssonar og gert það með eindæmum vel. Hann var bjargvættur liðsins í kvöld og átti stórkostlegar markvörslur í leiknum og þá sérstaklega undir lokin þar sem hann varði nokkur góð færi.

„Árni er búinn að vera geggjaður allt tímabilið. Hann er ungur og það er ótrúlegt að sjá hvað hann er að standa sig vel miðað hversu fá tækifæri hann hefur fengið. Hann hefur staðið sig þvílíkt vel og eitt mesta efnið á Skaganum."

ÍA vann annan leik sinn í röð en liðið lagði HK á dögunum í Pepsi Max-deildinni. Það nærir Skagamenn.

„Það gerir það og menn nærast líka á sigrum. Menn eru aðeins léttari í skapinu þegar menn vinna fótboltaleiki. Þetta gefur okkur boost og við þurfum að halda að gera áfram þessa skítavinnu sem við erum að gera og þá sjáum við að við eigum roð í öll lið í deildinni."

Óttar væri til í að fara út á land í 8-liða úrslitum. Það er nú ekki mikið annað í boði en að fara til Ísafjarðar og mæta Vestra en þau lið sem eru komin áfram eru öll í kringum höfuðborgarsvæðið.

„Svosem ekki. Bara eitthvað skemmtilegt lið en það væri gaman að fara út á land í eitthvað ævintýri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner