Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   mið 11. ágúst 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Getum þakkað Árna Marinó fyrir
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var kátur eftir 1-0 sigur liðsins á FH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 FH

Ísak Snær Þorvaldsson gerði sigurmark Skagamanna í upphafi leiks en FH-ingar léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Jónatan Ingi Jónsson lét reka sig af velli.

„Þetta var mjög sætt. Það lá vel á okkur undir restina þó svo við höfum verið einum fleiri en getum þakkað Árna Marinó fyrir að hafa verið okkur innan handar síðustu tíu og hann stóð sig frábærlega. Hann sigldi þessu heim fyrir okkur," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

Árni Marinó er fæddur árið 2002 og hefur spilað í marki Skagamanna í fjarveru Árna Snæs Ólafssonar og gert það með eindæmum vel. Hann var bjargvættur liðsins í kvöld og átti stórkostlegar markvörslur í leiknum og þá sérstaklega undir lokin þar sem hann varði nokkur góð færi.

„Árni er búinn að vera geggjaður allt tímabilið. Hann er ungur og það er ótrúlegt að sjá hvað hann er að standa sig vel miðað hversu fá tækifæri hann hefur fengið. Hann hefur staðið sig þvílíkt vel og eitt mesta efnið á Skaganum."

ÍA vann annan leik sinn í röð en liðið lagði HK á dögunum í Pepsi Max-deildinni. Það nærir Skagamenn.

„Það gerir það og menn nærast líka á sigrum. Menn eru aðeins léttari í skapinu þegar menn vinna fótboltaleiki. Þetta gefur okkur boost og við þurfum að halda að gera áfram þessa skítavinnu sem við erum að gera og þá sjáum við að við eigum roð í öll lið í deildinni."

Óttar væri til í að fara út á land í 8-liða úrslitum. Það er nú ekki mikið annað í boði en að fara til Ísafjarðar og mæta Vestra en þau lið sem eru komin áfram eru öll í kringum höfuðborgarsvæðið.

„Svosem ekki. Bara eitthvað skemmtilegt lið en það væri gaman að fara út á land í eitthvað ævintýri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner