Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 11. ágúst 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Getum þakkað Árna Marinó fyrir
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var kátur eftir 1-0 sigur liðsins á FH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 FH

Ísak Snær Þorvaldsson gerði sigurmark Skagamanna í upphafi leiks en FH-ingar léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Jónatan Ingi Jónsson lét reka sig af velli.

„Þetta var mjög sætt. Það lá vel á okkur undir restina þó svo við höfum verið einum fleiri en getum þakkað Árna Marinó fyrir að hafa verið okkur innan handar síðustu tíu og hann stóð sig frábærlega. Hann sigldi þessu heim fyrir okkur," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

Árni Marinó er fæddur árið 2002 og hefur spilað í marki Skagamanna í fjarveru Árna Snæs Ólafssonar og gert það með eindæmum vel. Hann var bjargvættur liðsins í kvöld og átti stórkostlegar markvörslur í leiknum og þá sérstaklega undir lokin þar sem hann varði nokkur góð færi.

„Árni er búinn að vera geggjaður allt tímabilið. Hann er ungur og það er ótrúlegt að sjá hvað hann er að standa sig vel miðað hversu fá tækifæri hann hefur fengið. Hann hefur staðið sig þvílíkt vel og eitt mesta efnið á Skaganum."

ÍA vann annan leik sinn í röð en liðið lagði HK á dögunum í Pepsi Max-deildinni. Það nærir Skagamenn.

„Það gerir það og menn nærast líka á sigrum. Menn eru aðeins léttari í skapinu þegar menn vinna fótboltaleiki. Þetta gefur okkur boost og við þurfum að halda að gera áfram þessa skítavinnu sem við erum að gera og þá sjáum við að við eigum roð í öll lið í deildinni."

Óttar væri til í að fara út á land í 8-liða úrslitum. Það er nú ekki mikið annað í boði en að fara til Ísafjarðar og mæta Vestra en þau lið sem eru komin áfram eru öll í kringum höfuðborgarsvæðið.

„Svosem ekki. Bara eitthvað skemmtilegt lið en það væri gaman að fara út á land í eitthvað ævintýri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner