Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 11. ágúst 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Getum þakkað Árna Marinó fyrir
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var kátur eftir 1-0 sigur liðsins á FH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 FH

Ísak Snær Þorvaldsson gerði sigurmark Skagamanna í upphafi leiks en FH-ingar léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Jónatan Ingi Jónsson lét reka sig af velli.

„Þetta var mjög sætt. Það lá vel á okkur undir restina þó svo við höfum verið einum fleiri en getum þakkað Árna Marinó fyrir að hafa verið okkur innan handar síðustu tíu og hann stóð sig frábærlega. Hann sigldi þessu heim fyrir okkur," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

Árni Marinó er fæddur árið 2002 og hefur spilað í marki Skagamanna í fjarveru Árna Snæs Ólafssonar og gert það með eindæmum vel. Hann var bjargvættur liðsins í kvöld og átti stórkostlegar markvörslur í leiknum og þá sérstaklega undir lokin þar sem hann varði nokkur góð færi.

„Árni er búinn að vera geggjaður allt tímabilið. Hann er ungur og það er ótrúlegt að sjá hvað hann er að standa sig vel miðað hversu fá tækifæri hann hefur fengið. Hann hefur staðið sig þvílíkt vel og eitt mesta efnið á Skaganum."

ÍA vann annan leik sinn í röð en liðið lagði HK á dögunum í Pepsi Max-deildinni. Það nærir Skagamenn.

„Það gerir það og menn nærast líka á sigrum. Menn eru aðeins léttari í skapinu þegar menn vinna fótboltaleiki. Þetta gefur okkur boost og við þurfum að halda að gera áfram þessa skítavinnu sem við erum að gera og þá sjáum við að við eigum roð í öll lið í deildinni."

Óttar væri til í að fara út á land í 8-liða úrslitum. Það er nú ekki mikið annað í boði en að fara til Ísafjarðar og mæta Vestra en þau lið sem eru komin áfram eru öll í kringum höfuðborgarsvæðið.

„Svosem ekki. Bara eitthvað skemmtilegt lið en það væri gaman að fara út á land í eitthvað ævintýri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner