fim 11. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Man City gætu þurft að bera vitni í nauðgunarmálinu
Mynd: Manchester City
Mynd: Getty Images

Réttarhöld yfir Benjamin Mendy og félaga hans Louis Saha Matturie hefjast á mánudaginn þar sem margar konur eru búnar að kæra þá fyrir nauðgun.


The Athletic greinir frá því að réttarhöldin muni líklega taka nokkra mánuði að ganga sinn veg og að fimm úrvalsdeildarleikmenn gætu þurft að bera vitni í málinu.

Fjórir þessara leikmanna eru liðsfélagar Mendy hjá Englandsmeisturum Manchester City á meðan einn var hjá Man City en leikur núna fyrir Chelsea.

Jack Grealish, Kyle Walker, Riyad Mahrez, John Stones og Raheem Sterling eru þeir leikmenn sem gætu þurft að gefa vitnisburð í málinu. 

Mendy hefur ekki spilað fótboltaleik í tæpt ár eftir að hann var handtekinn í ágúst í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið tíu kynferðisbrot gegn sjö kvenmönnum á tímabilinu frá október 2018 til ágúst 2021.

Mendy neitar öllum þessum ásökunum rétt eins og félagi hans, Louis Saha, sem er kærður fyrir fleiri brot sem ná yfir lengri tíma eða allt frá því í júlí 2012.

Líklegt er að fótboltaferli Mendy sé svo gott sem lokið vegna málsins en þessi 28 ára gamli bakvörður á landsleiki að baki fyrir Frakkland. Hann lék meðal annars fyrir Mónakó og Marseille áður en hann flutti til Englands.


Athugasemdir
banner