Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 11. ágúst 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wan-Bissaka búinn að ná samkomulagi við Man Utd og West Ham
Mynd: Getty Images

Búist var við því að félagaskipti Aaron Wan-Bissaka frá Man Utd til West Ham yrðu kláruð í dag en nú er komið í ljós að hann muni fara í læknisskoðun á morgun.


Fabrizio Romano greinir frá því að Wan-Bissaka muni fá greiðslu frá Man Utd svo félagaskiptin geti gengið í gegn.

West Ham borgar um 15 milljónir punda fyrir hægri bakvörðinn. Hann mun skrifa undir 5 ára samning.

Man Utd borgar Bayern um 20 milljónir punda fyrir Noussair Mazraoui sem mun taka vð af Wan-Bissaka.

Wan-Bissaka er 26 ára gamall en hann gekk til liðs við United frá Crystal Palace árið 2019 og lék 190 leiki fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner