Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mið 11. september 2019 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Smári: Þeir refsuðu okkur grimmilega
Óskar Smári Haraldsson er hér vinstra megin á myndinni
Óskar Smári Haraldsson er hér vinstra megin á myndinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Smári Haraldsson, leikmaður Kormáks/Hvatar, segir að liðið hafi verið undir í allri baráttu er liðið tapaði 3-0 fyrir Ægi og missti af tækifæri á að komast upp í 3. deild.

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli en í kvöld gulltryggði Ægir sæti sitt í 3. deild með 3-0 sigri.

Liðið komst tveimur mörkum yfir snemma leiks og undir lokin var sigurinn gulltryggður með marki úr vítaspyrnu.

„Við mættum ekki til leiks á móti góðu liði og okkur var refsað fyrir það og við sáum í raun ekki til sólar eftir það," sagði Óskar Smári við Fótbolta.net.

„Heppnisstimpill yfir fyrsta markinu. Þeir skalla í Hlyn, dettur fyrir senterinn og skorar. Við erum ekki klárir sem er ólíkt okkur og þeir refsuðu okkur grimmilega og voru þéttir til baka allan leikinn."

„Þetta er í fyrsta skipti þar sem það gekk eiginlega ekkert sóknarlega og vorum undir í baráttunni allan leikinn. Mér fannst við aldrei líklegir, við opnuðum þá aldrei. Þeir voru skipulagði frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,"
sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner