Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   sun 11. september 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Dæmt af okkur fullkomlega löglegt mark
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jú þeir fengu fullmikið gefins fannst mér. Það er dæmt af okkur fullkomnlega löglegt mark í fyrsta lagi í stöðunni 1-0 og við áttum okkar færi. Skutum í stöng og fengum fína sénsa en nýttum þá illa. Víkingarnir nýttu síðan sína í botn fannst mér í dag.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-0 ósigur gegn Víkingum í Keflavík í dag aðspurður hvort Víkingar hafi fengjð fullmikið upp í hendurnar í fyrri hálfleik leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Siigurinn var högg í baráttu Keflvíkinga fyrir sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður eða Meistarariðlinum eins og hann hefur verið kallaður. Framundan er leikur gegn Fram sem á í sömu baráttu en liðin þurfa sigur auk þess sem þau þurfa að treysta á að Stjarnan tapi sínum leik gegn FH á sama tíma.

„Það er auðvitað bara úrslitaleikur. Við þurfum að sækja sigur þar og treysta á að úrslitin verði hagstæð og Stjarnan tapi. Við förum bara og reynum að vinna og ná þessu markmiði okkar sem við höfum stefnt að í allt sumar og það er bara ótrúlega flott finnst mér að við séum að keppa um þetta í lokaumferðinni að vera í topp sex sem hefur verið útgefið markmið og vonandi náum við því. “

Adam Ægir Pálsson var ekki með Keflavík í dag en hann er á láni frá Víkingum í Keflavík. Um fjarveru hans sagði Sigurður.

„Það var bara hluti af samkomulaginu þegar við fengum hann á láni að hann væri ekki að vinna gegn sínum klúbb þannig að hann hvíldi í dag. En hann kemur sterkur inn í næsta leik.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner