Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   sun 11. september 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Dæmt af okkur fullkomlega löglegt mark
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jú þeir fengu fullmikið gefins fannst mér. Það er dæmt af okkur fullkomnlega löglegt mark í fyrsta lagi í stöðunni 1-0 og við áttum okkar færi. Skutum í stöng og fengum fína sénsa en nýttum þá illa. Víkingarnir nýttu síðan sína í botn fannst mér í dag.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-0 ósigur gegn Víkingum í Keflavík í dag aðspurður hvort Víkingar hafi fengjð fullmikið upp í hendurnar í fyrri hálfleik leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Siigurinn var högg í baráttu Keflvíkinga fyrir sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður eða Meistarariðlinum eins og hann hefur verið kallaður. Framundan er leikur gegn Fram sem á í sömu baráttu en liðin þurfa sigur auk þess sem þau þurfa að treysta á að Stjarnan tapi sínum leik gegn FH á sama tíma.

„Það er auðvitað bara úrslitaleikur. Við þurfum að sækja sigur þar og treysta á að úrslitin verði hagstæð og Stjarnan tapi. Við förum bara og reynum að vinna og ná þessu markmiði okkar sem við höfum stefnt að í allt sumar og það er bara ótrúlega flott finnst mér að við séum að keppa um þetta í lokaumferðinni að vera í topp sex sem hefur verið útgefið markmið og vonandi náum við því. “

Adam Ægir Pálsson var ekki með Keflavík í dag en hann er á láni frá Víkingum í Keflavík. Um fjarveru hans sagði Sigurður.

„Það var bara hluti af samkomulaginu þegar við fengum hann á láni að hann væri ekki að vinna gegn sínum klúbb þannig að hann hvíldi í dag. En hann kemur sterkur inn í næsta leik.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir