Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 11. september 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Dæmt af okkur fullkomlega löglegt mark
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jú þeir fengu fullmikið gefins fannst mér. Það er dæmt af okkur fullkomnlega löglegt mark í fyrsta lagi í stöðunni 1-0 og við áttum okkar færi. Skutum í stöng og fengum fína sénsa en nýttum þá illa. Víkingarnir nýttu síðan sína í botn fannst mér í dag.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-0 ósigur gegn Víkingum í Keflavík í dag aðspurður hvort Víkingar hafi fengjð fullmikið upp í hendurnar í fyrri hálfleik leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Siigurinn var högg í baráttu Keflvíkinga fyrir sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður eða Meistarariðlinum eins og hann hefur verið kallaður. Framundan er leikur gegn Fram sem á í sömu baráttu en liðin þurfa sigur auk þess sem þau þurfa að treysta á að Stjarnan tapi sínum leik gegn FH á sama tíma.

„Það er auðvitað bara úrslitaleikur. Við þurfum að sækja sigur þar og treysta á að úrslitin verði hagstæð og Stjarnan tapi. Við förum bara og reynum að vinna og ná þessu markmiði okkar sem við höfum stefnt að í allt sumar og það er bara ótrúlega flott finnst mér að við séum að keppa um þetta í lokaumferðinni að vera í topp sex sem hefur verið útgefið markmið og vonandi náum við því. “

Adam Ægir Pálsson var ekki með Keflavík í dag en hann er á láni frá Víkingum í Keflavík. Um fjarveru hans sagði Sigurður.

„Það var bara hluti af samkomulaginu þegar við fengum hann á láni að hann væri ekki að vinna gegn sínum klúbb þannig að hann hvíldi í dag. En hann kemur sterkur inn í næsta leik.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner