Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 11. september 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Dæmt af okkur fullkomlega löglegt mark
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jú þeir fengu fullmikið gefins fannst mér. Það er dæmt af okkur fullkomnlega löglegt mark í fyrsta lagi í stöðunni 1-0 og við áttum okkar færi. Skutum í stöng og fengum fína sénsa en nýttum þá illa. Víkingarnir nýttu síðan sína í botn fannst mér í dag.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-0 ósigur gegn Víkingum í Keflavík í dag aðspurður hvort Víkingar hafi fengjð fullmikið upp í hendurnar í fyrri hálfleik leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Siigurinn var högg í baráttu Keflvíkinga fyrir sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður eða Meistarariðlinum eins og hann hefur verið kallaður. Framundan er leikur gegn Fram sem á í sömu baráttu en liðin þurfa sigur auk þess sem þau þurfa að treysta á að Stjarnan tapi sínum leik gegn FH á sama tíma.

„Það er auðvitað bara úrslitaleikur. Við þurfum að sækja sigur þar og treysta á að úrslitin verði hagstæð og Stjarnan tapi. Við förum bara og reynum að vinna og ná þessu markmiði okkar sem við höfum stefnt að í allt sumar og það er bara ótrúlega flott finnst mér að við séum að keppa um þetta í lokaumferðinni að vera í topp sex sem hefur verið útgefið markmið og vonandi náum við því. “

Adam Ægir Pálsson var ekki með Keflavík í dag en hann er á láni frá Víkingum í Keflavík. Um fjarveru hans sagði Sigurður.

„Það var bara hluti af samkomulaginu þegar við fengum hann á láni að hann væri ekki að vinna gegn sínum klúbb þannig að hann hvíldi í dag. En hann kemur sterkur inn í næsta leik.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir