Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 11. september 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Dæmt af okkur fullkomlega löglegt mark
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jú þeir fengu fullmikið gefins fannst mér. Það er dæmt af okkur fullkomnlega löglegt mark í fyrsta lagi í stöðunni 1-0 og við áttum okkar færi. Skutum í stöng og fengum fína sénsa en nýttum þá illa. Víkingarnir nýttu síðan sína í botn fannst mér í dag.“ Voru orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-0 ósigur gegn Víkingum í Keflavík í dag aðspurður hvort Víkingar hafi fengjð fullmikið upp í hendurnar í fyrri hálfleik leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Víkingur R.

Siigurinn var högg í baráttu Keflvíkinga fyrir sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður eða Meistarariðlinum eins og hann hefur verið kallaður. Framundan er leikur gegn Fram sem á í sömu baráttu en liðin þurfa sigur auk þess sem þau þurfa að treysta á að Stjarnan tapi sínum leik gegn FH á sama tíma.

„Það er auðvitað bara úrslitaleikur. Við þurfum að sækja sigur þar og treysta á að úrslitin verði hagstæð og Stjarnan tapi. Við förum bara og reynum að vinna og ná þessu markmiði okkar sem við höfum stefnt að í allt sumar og það er bara ótrúlega flott finnst mér að við séum að keppa um þetta í lokaumferðinni að vera í topp sex sem hefur verið útgefið markmið og vonandi náum við því. “

Adam Ægir Pálsson var ekki með Keflavík í dag en hann er á láni frá Víkingum í Keflavík. Um fjarveru hans sagði Sigurður.

„Það var bara hluti af samkomulaginu þegar við fengum hann á láni að hann væri ekki að vinna gegn sínum klúbb þannig að hann hvíldi í dag. En hann kemur sterkur inn í næsta leik.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir