Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fös 11. október 2019 22:19
Arnar Helgi Magnússon
Hannes Þór: Búum til úrslitaleik í Tyrklandi
Icelandair
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson átti flottan dag í marki Íslands þegar heimsmeistarar Frakka komu í heimsókn á Laugardalsvöll í kvöld.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en Hannes skutlaði sér í vitlaust horn.

„Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Varnarlega var þetta að halda mjög vel og alveg fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að þessu víti. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þegar við höfum verið að vinna þessar stóru þjóðir á Laugardalsvelli."

„Það var góður neisti og kraftur í okkur þó svo að við höfum ekki verið að skapa okkur mikið. Við vorum að fá sénsa og hálfsénsa. Hlutirnir verða aðeins að falla með manni ef maður ætlar að vinna heimsmeistarana og því miður gerðu þeir það ekki."

Ísland leikur gegn Andorra hér á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Þrír leikir eru eftir í riðlinum.

„Ef að Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra. Við þurfum að vinna á mánudag og fara svo að gíra okkur upp í svakalegan slag í nóvember, við höfum unnið þar áður," sagði Hannes að lokum.
Athugasemdir