Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 11. október 2020 21:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm lykilmenn ekki með gegn Belgíu
Icelandair
Jói Berg verður ekki með á miðvikudag
Jói Berg verður ekki með á miðvikudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leikinn gegn Danmörku í kvöld.

Hann var spurður út í stöðuna á leikmannahópnum eftir leikinn og hverjir yrðu klárir í slaginn á miðvikudag.

„Bæði Aron Einar [Gunnarsson] og Alfreð [Finnbogason] urðu fyrir meiðslum aftan í læri í leiknum. Ragnar [Sigurðsson] lenti svo í kálfa meiðslum. Þeir munu ekki spila á miðvikudag. Það var svo sem aldrei planið að spila á sama liðinu alla þrjá leikina."

„Jóhann Berg [Guðmundsson] átti að spila 45 mínútur í dag, var stífur í gær en hann var óviss með stöðuna í morgun og því tókum við engar áhættur. Við þurfum á honum að halda í nóvember. Hann mun ekki spila á miðvikudag."


Hvernig er svona almennt staðan fyrir miðvikudag, verða margar breytingar?

„Möguleiki var á því að nokkrir gætu spilað alla þrjá leikina en þeir voru aldrei að fara verða margir. Við getum ekki krafist þess að allir geti spilað þrjá leiki á sex dögum. Við sjáum til hverjir verða klárir."

Við þetta má svo bæta að Kári Árnason verður ekki með á miðvikudag þar sem hann meiddist á fimmtudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner