Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 11. október 2021 09:47
Elvar Geir Magnússon
Hannes og Kári heiðraðir í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir fyrir feril sinn með íslenska landsliðinu fyrir leik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta verður gert áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina.

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er fæddur árið 1984 og er því 37 ára á þessu ári. Hans fyrsti A-landsleikur var leikur gegn Kýpur árið 2011 í undankeppni EM 2012. Hannes Þór lék á ferli sínum 77 A landsleiki og var aðalmarkvörður liðsins bæði á EM 2016 og HM 2018.

Miðvörðurinn Kári Árnason lék sinn fyrsta A landsleik árið 2005, þá 23 ára gamall, þegar Ísland mætti Ítalíu í vináttuleik ytra. Kári, sem er fæddur 1982, lék á ferli sínum með A karla 90 leiki og skoraði í þeim 6 mörk, en hann var máttarstólpi í vörn Íslands á bæði EM 2016 og HM 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner