Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nkunku ósáttur og hugsar um framtíð sína
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Christopher Nkunku er að íhuga framtíð sína hjá Chelsea en hann er ósáttur við stöðu sína innan liðsins. Þetta kemur fram hjá Telegraph.

Manchester United sýndi honum áhuga síðasta sumar og sá áhugi hefur aftur komið upp núna.

Þrátt fyrir að vera markahæsti leikmaður Chelsea á tímabilinu, þá hefur Nkunku aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann er ekki fremstur í goggunarröðinni hjá Enzo Maresca.

Hann er alls búinn að gera tíu mörk í 17 leikjum á tímabilinu, en hann hefur tíu sinnum komið inn á sem varamaður í ensku úrvalsdeildinni. Nkunku kom inn af bekknum undir lokin í gær þegar Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Arsenal.

Nkunku gekk í raðir Chelsea frá RB Leipzig fyrir 52 milljónir punda sumarið 2023 og þóttu kaupin á honum mjög spennandi. Hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð og hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð.

Það er talið líklegt að Chelsea muni ekki hlusta á tilboð nema félagið fái það til baka það sem það borgaði fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner