Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
„Mjög mikilvægir leikir. Við byrjum á að spila gegn Aserbaísjan á erfiðum útivelli. Þetta verður aðeins öðruvísi leikur en leikurinn í Laugardalnum en er mjög spennandi. Svo vonandi úrslitaleikur gegn Úkraínu," segir Andri Lucas Guðjohnsen, sóknarmaður íslenska landsliðsins.
Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.
Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.
Andri segist finna það að íslenski hópurinn sé að slípast betur og betur saman í hverjum glugga.
„Hópurinn hefur verið mjög svipaður síðustu glugga og við erum að verða mjög gott lið. Það eru hlutir sem hægt er að bæta en margt mjög jákvætt í íslenska landsliðinu í dag. Með hverjum glugganum erum við að skapa fleiri færi og koma okkur í mjög góðar stöður."
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
„Það tók mig nokkrar vikur að koma mér almennilega inn í hlutina og aðlagast enska umhverfinu. En hópurinn er mjög góður og mér líður mjög vel. Ég hef náð að spila vel síðustu leiki og vonandi heldur það áfram. Mér líður þægilega og vel inni á vellinum," segir Andri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir






















