Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   þri 11. nóvember 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög mikilvægir leikir. Við byrjum á að spila gegn Aserbaísjan á erfiðum útivelli. Þetta verður aðeins öðruvísi leikur en leikurinn í Laugardalnum en er mjög spennandi. Svo vonandi úrslitaleikur gegn Úkraínu," segir Andri Lucas Guðjohnsen, sóknarmaður íslenska landsliðsins.

Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.

Andri segist finna það að íslenski hópurinn sé að slípast betur og betur saman í hverjum glugga.

„Hópurinn hefur verið mjög svipaður síðustu glugga og við erum að verða mjög gott lið. Það eru hlutir sem hægt er að bæta en margt mjög jákvætt í íslenska landsliðinu í dag. Með hverjum glugganum erum við að skapa fleiri færi og koma okkur í mjög góðar stöður."

Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.

„Það tók mig nokkrar vikur að koma mér almennilega inn í hlutina og aðlagast enska umhverfinu. En hópurinn er mjög góður og mér líður mjög vel. Ég hef náð að spila vel síðustu leiki og vonandi heldur það áfram. Mér líður þægilega og vel inni á vellinum," segir Andri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 5 1 0 16 - 4 +12 16
2.    Úkraína 6 3 1 2 10 - 11 -1 10
3.    Ísland 6 2 1 3 13 - 11 +2 7
4.    Aserbaísjan 6 0 1 5 3 - 16 -13 1
Athugasemdir
banner