Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 11. nóvember 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög mikilvægir leikir. Við byrjum á að spila gegn Aserbaísjan á erfiðum útivelli. Þetta verður aðeins öðruvísi leikur en leikurinn í Laugardalnum en er mjög spennandi. Svo vonandi úrslitaleikur gegn Úkraínu," segir Andri Lucas Guðjohnsen, sóknarmaður íslenska landsliðsins.

Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.

Andri segist finna það að íslenski hópurinn sé að slípast betur og betur saman í hverjum glugga.

„Hópurinn hefur verið mjög svipaður síðustu glugga og við erum að verða mjög gott lið. Það eru hlutir sem hægt er að bæta en margt mjög jákvætt í íslenska landsliðinu í dag. Með hverjum glugganum erum við að skapa fleiri færi og koma okkur í mjög góðar stöður."

Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.

„Það tók mig nokkrar vikur að koma mér almennilega inn í hlutina og aðlagast enska umhverfinu. En hópurinn er mjög góður og mér líður mjög vel. Ég hef náð að spila vel síðustu leiki og vonandi heldur það áfram. Mér líður þægilega og vel inni á vellinum," segir Andri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner