Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 11. nóvember 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög mikilvægir leikir. Við byrjum á að spila gegn Aserbaísjan á erfiðum útivelli. Þetta verður aðeins öðruvísi leikur en leikurinn í Laugardalnum en er mjög spennandi. Svo vonandi úrslitaleikur gegn Úkraínu," segir Andri Lucas Guðjohnsen, sóknarmaður íslenska landsliðsins.

Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.

Andri segist finna það að íslenski hópurinn sé að slípast betur og betur saman í hverjum glugga.

„Hópurinn hefur verið mjög svipaður síðustu glugga og við erum að verða mjög gott lið. Það eru hlutir sem hægt er að bæta en margt mjög jákvætt í íslenska landsliðinu í dag. Með hverjum glugganum erum við að skapa fleiri færi og koma okkur í mjög góðar stöður."

Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.

„Það tók mig nokkrar vikur að koma mér almennilega inn í hlutina og aðlagast enska umhverfinu. En hópurinn er mjög góður og mér líður mjög vel. Ég hef náð að spila vel síðustu leiki og vonandi heldur það áfram. Mér líður þægilega og vel inni á vellinum," segir Andri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner