Eiður Aron Sigurbjörnsson er genginn til liðs við Njarðvík frá Vestra en hann skrifar undir eins árs samning.
Eiður Aron er 35 ára gamall varnarmaður. Hann gekk til liðs við Vestra frá uppeldisfélaginu sínu ÍBV í fyrra. Hann hefur einnig spilað með Val hér á landi. Hann spilaði með Örebro í Svíþjóð, Sandnes Ulf í Noregi og Holstein Kiel í Þýskalandi á atvinnumannaferlinum.
Eiður Aron er 35 ára gamall varnarmaður. Hann gekk til liðs við Vestra frá uppeldisfélaginu sínu ÍBV í fyrra. Hann hefur einnig spilað með Val hér á landi. Hann spilaði með Örebro í Svíþjóð, Sandnes Ulf í Noregi og Holstein Kiel í Þýskalandi á atvinnumannaferlinum.
Eiður Aron spilaði 25 leiki í deild og bikar síðasta sumar en Vestri varð Mjólkurbikarmeistari eftir sigur gegn Val en féll úr Bestu deildinni.
Hann fylgir Davíð Smára Lamude til Njarðvíkur en hann tók við liðinu á dögunum. Njarðvík hafnaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar í sumar en tapaði gegn Keflavík í undanúrslitum í umspili um sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir




