Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   þri 11. nóvember 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Mynd: KSÍ - Ómar Smárason
„Mér líst mjög vel á leikinn. Þetta verður allt annað en fyrri leikurinn, við erum komnir á þeirra heimasvæði og þeir eru komnir með nýjan þjálfara," segir Guðlaugur Victor Pálsson, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Ísland mætir Aserbaísjan á fimmtudaginn og þarf sigur til að tryggja sér úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni um sæti í umspili um sæti á HM.

„Án þess að vera hrokafullir og horfa of mikið í fyrri úrslitin ætlum við að vinna þennan leik. Við erum ekkert feimnir við að tala um það. Við megum alls ekki halda að við komum hingað og þetta verður auðvelt."

Gulli er mjög ánægður með stígandan í liðinu undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

„Mér finnst þetta vera á góðri leið. Auðvitað koma smá hikst hér og þar en heilt yfir lítur þetta vel út og við erum á góðri vegferð. Smáatriðin eru mikil hjá Arnari, við fílum þetta. Það er gaman að sjá fjöllbreytileikann," sagði Gulli.

„Það er ennþá skemmtilegra fyrir hann og okkur að við náum að gera það sem hann vill að við gerum. Við erum alltaf að læra og hann líka. Ég myndi segja að vegferðin sé mjög jákvæð."
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 5 1 0 16 - 4 +12 16
2.    Úkraína 6 3 1 2 10 - 11 -1 10
3.    Ísland 6 2 1 3 13 - 11 +2 7
4.    Aserbaísjan 6 0 1 5 3 - 16 -13 1
Athugasemdir