Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. janúar 2022 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Þægilegt fyrir Chelsea
Rudiger gerði sigurmarkið.
Rudiger gerði sigurmarkið.
Mynd: EPA
Tottenham 0 - 1 Chelsea
0-1 Antonio Rudiger ('18 )

Chelsea er komið í úrslitaleikinn í enska deildabikarnum. Þeir lögðu Tottenham að velli, sannfærandi í tveggja leikja einvígi.

Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 á Stamford Bridge og það var því verk að vinna fyrir Spurs á heimavelli í kvöld.

Á 18. mínútu versnaði staðan fyrir Tottenham þegar varnarmaðurinn Antonio Rudiger skoraði eftir hornspyrnu. Pierluigi Gollini fékk tækifæri í marki Tottenham og var Rudiger á undan honum í boltann.

Tottenham fékk vítaspyrnu snemma í seinni hálfleiknum en því var breytt eftir VAR-skoðun og engin vítaspyrna réttilega dæmd. Það var síðan mark dæmt af Spurs nokkrum mínútum síðar vegna rangstöðu.

Þetta var afskaplega þægilegt fyrir Chelsea og þeim tókst að landa 1-0 sigri og samanlagt 3-0. Lærisveinar Thomas Tuchel fara í úrslitaleikinn.

Chelsea spilaði síðast til úrslita 2019 og tapaði þá gegn Manchester City. Lundúnaliðið mætir annað hvort Arsenal eða Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner