Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. janúar 2022 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski Ofurbikarinn: Sanchez með flautumark
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Inter 2 - 1 Juventus
0-1 Weston McKennie ('25)
1-1 Lautaro Martinez ('35, víti)
2-1 Alexis Sanchez ('120)

Alexis Sanchez skoraði flautumark þegar Inter vann sigur á Juventus í leiknum um ítalska Ofurbikarinn í kvöld.

Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie kom Juventus í forystu en sú forysta entist aðeins í tíu mínútur því Lautaro Martinez jafnaði metin á 35. mínútu úr vítaspyrnu.

Staðan var jöfn í hálfleik og það var ekkert skorað í seinni hálfleik; því þurfti að framlengja.

Ítalíumeistararnir voru sterkari en bikarmeistararnir í leiknum, en það virtist stefna í að leikurinn færi í vítaspyrnukeppni. Svo tók Alexis Sanchez til sinna ráða og kom í veg fyrir það. Hann skoraði flautumark og tryggði Inter sigur.

Mikil dramatík, en það eru deildarmeistararnir sem vinna þennan bikar í ár.
Athugasemdir
banner
banner