Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 12. febrúar 2020 10:22
Elvar Geir Magnússon
Man Utd meðal félaga sem hafa áhuga á Salisu
Manchester United er meðal félaga sem hafa áhuga á Mohammed Salisu, varnarmanni Real Valladolid.

Real Madrid og Atletico Madrid hafa einnig áhuga á þessum tvítuga leikmanni sem kom í gegnum akademíu Valladolid og varð lykilmaður í liðinu í La Liga.

Hann hefur leikið 23 leiki á tímabilinu og vakið mikla athygli. Hann var valinn í landslið Gana í fyrsta sinn í fyrra.

United vill styrkja varnarlínu sína í sumar og auka breiddina.

Salisu er samningsbundinn Valladolid til 2022 en sagt er að hann sé með riftunarákvæði upp á aðeins 10 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner