Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Kom skilaboðum til liðsins þegar hann var í banni
Simone Inzaghi.
Simone Inzaghi.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar fjalla um að verið sé að rannsaka hvort Simone Inzaghi stjóri Inter hafi gerst brotlegur í 4-2 sigrinum gegn Roma á laugardaginn.

Inzaghi tók út bann í leiknum en er sakaður um að hafa komið skilaboðum til liðsins í hálfleik.

Alessandro Bastoni varnarmaður Inter sagði í einhverju viðtali eftir leik að Inzaghi hafi verið í sambandi við klefann í gegnum síma í hálfleiknum. Það er brot á agareglum ítölsku A-deildarinnar.

Inter var 2-1 undir í hálfleiknum.

Aðstoðarmaður Inzaghi hélt því svo fram að skilaboðum hefði verið komið til liðsins en ekkert símtal hefði átt sér stað.

Ef Inzaghi verður fundinn sekur um brot þá þarf hann að vera í stúkunni í næsta deildarleik og félagið fær sekt.

Þetta er ekki eina málið sem aganefnd ítölsku deildarinnar er með í skoðun. Francesco Acerbi leikmaður Inter sýndi stuðningsmönnum Roma miðfingurinn þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum.

Acerbi hafði fengið svívirðileg orð yfir sig sem tengjast baráttu hans við eistnakrabbamein árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner