Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 12. febrúar 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nunez var næstum því seldur frá Liverpool í janúar
Liverpool var nálægt því að selja Darwin Nunez í janúar síðastliðnum en frá þessu segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Al-Nassr, félagið sem Cristiano Ronaldo spilar fyrir í Sádi-Arabíu, var í leit að sóknarmanni og endaði á því að kaupa Jhon Duran frá Aston Villa.

En áður en það gerðist, þá reyndu þeir að kaupa Nunez frá Liverpool. Al-Nassr gerði tvö tilboð í Nunez og voru nálægt því að ná samkomulagi við Liverpool.

En Liverpool hafnaði tilboðunum þar sem ekki tókst að finna leikmann í staðinn. Al-Nassr bauð meira en 62 milljónir punda í Nunez.

Liverpool borgaði 85 milljónir punda fyrir Nunez sumarið 2022 en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner