Miðvörðurinn James Tarkowski var ólíkleg hetja þegar Everton jafnaði gegn nágrönnum sínum í toppliði Liverpool er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.
Tarkowski skoraði jöfnunarmark á síðustu sekúndu leiksins og varð allt vitlaust í kjölfarið. Áhorfendur óðu inn á völlinn og var markið skoðað í tvær mínútur í VAR-herberginu áður en það var úrskurðað löglegt.
Arne Slot, þjálfari Liverpool, var brjálaður yfir þeirri ákvörðun dómarateymisins þar sem hann taldi augljóst brot hafa átt sér stað í aðdraganda marksins. Atvikið var skoðað gaumgæfilega í VAR-herberginu áður en markið var gefið, en mesti tíminn fór í að meta mögulega rangstöðu.
Slot brást illa við eftir lokaflautið og fékk að líta rauða spjaldið frá Michael Oliver dómara, sem rak einnig tvo leikmenn af velli eftir að hafa flautað leikinn af. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot hjá Liverpool, fékk einnig rautt spjald.
Sjáðu dramatískt jöfnunarmark Everton.
Athugasemdir