fös 12. apríl 2019 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
De Ligt fer til Bayern eða Barcelona
Mynd: Getty Images
Erik Ten Hag, þjálfari Ajax, staðfesti í dag að Matthijs de Ligt mun yfirgefa hollenska félagið í sumar.

Öll helstu stórlið Evrópu hafa sýnt De Ligt áhuga undanfarin misseri en aðeins tvö þeirra eiga möguleika á þessum tímapunkti samkvæmt Ten Hag.

„Það er ekki möguleiki að Matthijs de Ligt verði áfram hjá Ajax," sagði Ten Hag við Suddeutschen Zeitung.

„Það eru svo mörg félög sem vilja fá hann að við getum ekki haldið honum. Hann mun fara í sumar en ég veit ekki hvort hann fari til Bayern eða Barcelona."

De Ligt er aðeins 19 ára gamall en er þrátt fyrir það fyrirliði Ajax og byrjunarliðsmaður í hollenska landsliðinu þar sem hann er ásamt Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar.

Líkur eru á því að De Ligt gangi í raðir Börsunga þar sem liðsfélagi hans Frenkie de Jong er þegar búinn að samþykkja félagaskipti þangað.

Félagarnir standa í ströngu með Ajax þessa stundina en liðið gerði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum gegn Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá er Ajax nýlega búið að koma sér yfir PSV Eindhoven og á topp hollensku deildarinnar á markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner