Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 13:58
Brynjar Ingi Erluson
Alfons og Willum meistarar með Birmingham (Staðfest)
Alfons Sampsted og Willum eru meistarar
Alfons Sampsted og Willum eru meistarar
Mynd: Birmingham City
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson urðu í dag C-deildarmeistarar með Birmingham en þetta varð ljóst eftir markalaust jafntefli Wigan og Wrexham.

Tímabilið hjá Birmingham hefur verið ævintýri líkast. Liðið hefur aðeins tapað þremur leikjum á öllu tímabilinu og unnið 29 leiki.

Willum hefur komið að tíu mörkum og spilað stóra rullu í liðinu síðan hann kom frá Go Ahead Eagles á síðasta ári á meðan Alfons hefur verið í aðeins minna hlutverki, en hann kom á láni frá Twente og er nú þegar ljóst að hann verður áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Birmingham tryggði sæti sitt í B-deildina í vikunni og vannst titillinn í dag er Wrexham tapaði stigum í markalausu jafntefli gegn Wigan.

Birmingham er með 95 stig á toppnum, þrettán stigum meira en Wrexham. Hollywood-lið Wrexham hefur spilað tveimur leikjum meira en Birmingham og á því ekki lengur möguleika á að ná Birmingham.

Birmingham getur orðið tvöfaldur meistari því liðið spilar á morgun úrslitaleikinn í neðri deilda bikarnum á Wembley en þar mætir liðið Peterborough.


Athugasemdir