Bakvörðurinn Arnar Sveinn Geirsson er genginn í raðir Fylkis í Pepsi Max-deildinni.
Arnar, sem er forseti Leikmannasamtakana, hefur verið án félags undanfarnar vikur. Hann spilaði með Fylki á láni frá Breiðablik síðasta sumar.
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis staðfesti í kvöld, á gluggaadeginum, að Arnar sé kominn aftur í Fylki.
„Arnar Sveinn gerði rosalega mikið fyrir okkur í fyrra inni á vellinum og utan vallar. Við vorum mjög ánægð'ir með hann og viljum fá hann í gang aftur," sagði Atli Sveinn.
„Hann hefur verið í basli með meiðsli í allan vetur og við ætlum að fá hann í gang og sjá hvað hann dugar. Við gefum honum tíma."
Arnar Sveinn verður þrítugur á árinu en hann hefur spilað sem hægri bakvörður síðustu ár eftir að hafa verið framar á vellinum fyrr á ferlinum. Hann kemur til með að hækka meðalaldurinn aðeins í ungu liði Fylkis.
Fylkir gerði jafntefli við KR í kvöld og er með tvö stig eftir þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir