Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. maí 2021 14:35
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Kaffið 
Kristín Hólm ráðin til U23 landsliðs Svíþjóðar
Mynd: Kristín Hólm Geirsdóttir
Kaffið greinir frá því að Akureyringurinn Kristín Hólm Geirsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem styrktarþjálfari U23 landsliðs Svíþjóðar.

Kristín Hólm byrjaði á því að spila fótbolta en fékk svo gríðarlegan áhuga á mannslíkamanum og ákvað að hætta knattspyrnuiðkun til að fara í skóla á Írlandi.

Eftir fjögurra ára nám þar komst hún í verknám hjá Kristianstad í Svíþjóð undir leiðsögn Elísabetar Gunnarsdóttur. Eftir það hélt hún til Englands og nældi sér í Meistaragráðu í íþróttavísindum og sneri svo aftur til Kristianstad til að taka við starfi sem styrktarþjálfari liðsins.

„Mér líst vel á þetta og ég er rosalega spennt. Þetta er allt öðruvísi umhverfi en það sem ég er vön hjá félagsliðum en ég er til í það. Ég fæ eitthvað kick útúr því að henda mér með hausinn á undan útúr þægindarrammanum,“ sagði Kristín í samtali við Kaffið.is.

„Ég mun skipuleggja og sjá um upphitunar rútínur, sjá um fyrirbyggjandi æfingar og annað á vellinum. En ætli mitt stærsta verkefni verði ekki að fylgjast með æfingarálagi og svoleiðis þáttum í gegnum GPS búnað. Ég þarf að senda skýrslur til félaganna sem leikmennirnir spila hjá eftir hvern leik eða æfingarbúðir svo þjálfarar þar viti stöðuna á leikmönnum þegar þeir snúa til baka.“

Viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner