Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. maí 2022 20:37
Brynjar Ingi Erluson
England: Tottenham opnaði Meistaradeildarbaráttuna upp á gátt
Son Heung-Min átti þátt í öllum mörkum Tottenham
Son Heung-Min átti þátt í öllum mörkum Tottenham
Mynd: EPA
Rob Holding var rekinn af velli í fyrri hálfleik
Rob Holding var rekinn af velli í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Tottenham er nú stigi á eftir Arsenal fyrir síðustu tvær umferðirnar
Tottenham er nú stigi á eftir Arsenal fyrir síðustu tvær umferðirnar
Mynd: EPA
Tottenham 3 - 0 Arsenal
1-0 Harry Kane ('22 , víti)
2-0 Harry Kane ('37 )
3-0 Son Heung-Min ('47 )
Rautt spjald: Rob Holding, Arsenal ('33)

Tottenham Hotspur er nú aðeins einu stigi á eftir Arsenal eftir öruggan 3-0 sigur á Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það sást strax frá fyrstu mínútu að þetta yrði mikill baráttuleikur en Rob Holding fór strax í það hlutverk að taka Son Heung-Min föstum tökum.

Arsenal byrjaði leikinn aðeins betur en Tottenham vann sig í hann áður en liðið fékk víti á 22. mínútu. Dejan Kulusevski kom með boltann fyrir markið og var Son keyrður niður af þeim Cedric Soares og Holding. Harry Kane steig á punktinn, dró inn andann í tvígang áður en hann skoraði af öryggi.

Nokkrum mínútum síðar fór Holding í bókina fyrir þriðja brot sitt á Son í leiknum og á 33. mínútu var hann fokinn af velli, í þetta sinn fyrir að gefa Son olnbogaskot. Annað gula spjald hans og Arsenal manni færri.

Tottenham nýtti sér það og skoraði annað mark fjórum mínútum síðar. Son tók aukaspyrnu sem Rodrigo Bentancur flikkaði á fjærstöngina á Kane sem fleygði sér í flugskalla af stuttu færi.

Staðan 2-0 fyrir Tottenham í hálfleik og ástandið versnaði fyrir gestina í byrjun þess síðari er Son bætti við þriðja markinu eftir að Gabriel hafði potað boltanum í átt að honum. Son lyfti honum yfir varnarmennina og í netið.

Emerson Royal var nálægt því að gera fjórða markið eftir fyrirgjöf Kane en Aaron Ramsdale var vel á verði.

Tottenham hélt forystunni vel og uppskar að lokum 3-0 sigur og er nú einu stigi á eftir Arsenal í baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið er með 65 stig á meðan Arsenal er með 66 stig.

Hvaða leiki eiga liðin eftir?

Tottenham á fremur auðvelt prógram. LIðið spilar við Burnley heima á sunnudag áður en það spilar við Norwich í lokaumferðinni en liðið þarf að treysta á að Arsenal tapi stigum í einum leik.

Arsenal á erfiðara prógram. Liðið mætir Newcastle á St. James' Park á mánudag áður en það mætir Everton í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner